16.02.1949
Sameinað þing: 40. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 846 í D-deild Alþingistíðinda. (5241)

125. mál, fiskiðjuver í Reykjavík

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég taldi rétt að láta það koma fram til samanburðar, að úti á landi er fyrirtæki, sem framleitt hefur fyrir 121/2 millj. kr. Þetta fyrirtæki hefur starfað í 9 ár og aldrei notið styrks eða opinberrar aðstoðar og græddi þó 1/4 millj. kr. s.l. ár. Og er þetta gott dæmi um muninn á einstaklingsrekstri og opinberum rekstri. Ég vil leyfa mér að benda hæstv. ráðh. á það, að fyrirtækið er ekki eign ríkisins, þar sem engin heimild er um það í lögum, og ég undrast, að hæstv. ráðh. skuli ekki láta þá stofnun, sem kom því upp, bera ábyrgð á því. Sú stofnun hefði getað haldið rekstrinum áfram, og hefði mátt verja þessu fé til einhvers annars.