16.02.1949
Sameinað þing: 40. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 860 í D-deild Alþingistíðinda. (5278)

929. mál, greiðsla fyrir þýðingarrétt íslenzkra og erlendra rita

Fyrirspyrjandi (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti. Árið 1947 var samþ. á Alþingi, að Ísland gengi í Bernarsambandið. Var það gert að fyrirlagi hæstv. menntmrh. Hefur skapazt það ófremdarástand, að ekki hefur fengizt nægur gjaldeyrir til að inna af hendi greiðslur fyrir þýðingar, og er því spurning, hvort ekki hefði verið heppilegra að fara að eins og Rússland og Bandaríkin, að gera sérsamning um gagnkvæma vernd. Nú er svo komið, að það virðist sem svo, að við getum ekki staðið við þær skuldbindingar, sem felast í því að greiða umboðslaun til rithöfunda fyrir þýðingarrétt á verkum þeirra. þess vegna hef ég lagt þessar spurningar fram.