23.02.1949
Sameinað þing: 42. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 862 í D-deild Alþingistíðinda. (5283)

136. mál, embættisbústaðir

Fyrirspyrjandi (Helgi Jónasson):

Herra forseti. Þessi fyrirspurn skýrir sig nú reyndar sjálf, og er því óþarfi að fara að flytja neina ræðu. Eins og kunnugt er, þá var hérna samþ. frá Alþ. ályktun í fyrra, eða 17. marz 1948, þar sem Alþ. fól ríkisstj. að undirbúa setningu heildarlöggjafar um embættismannabústaði. Í þessum málum ríkir hinn mesti glundroði. En hins vegar er það nauðsynlegt, að þetta sé athugað til hlítar, en nú langar mig til að fá upplýsingar um það, hvað ríkisstj. hefur aðhafzt í þessu máli.