23.02.1949
Sameinað þing: 42. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 863 í D-deild Alþingistíðinda. (5286)

136. mál, embættisbústaðir

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Mig langar bara til þess að benda á það, að það er nauðsynlegt, áður en undirbúningi er lokið — hvenær sem það verður nú —, að vita hvar á að byggja, t.d. yfir presta. — Það hafa heyrzt um það háværar raddir víðs vegar að, að prestssetur og önnur embættismannasetur séu víða á mjög óheppilegum stöðum. Þetta verður að fyrirbyggja. Það verður að fyrirbyggja það. að prestar sitji á óeðlilegum stöðum og afskekktum, oft utan við alfaraleið. Þess vegna er það alveg nauðsynlegt að taka það til rækilegrar athugunar, hvar eigi að byggja og hvort það elgi að byggja eins marga prestabústaði eins og prestssetur eru nú, sem ég tel alls enga þörf á. Það er þetta, sem þarf að gera áður en undirbúningi er lokið.