24.02.1949
Sameinað þing: 43. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 873 í D-deild Alþingistíðinda. (5299)

930. mál, bygging fornminjasafns

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Það er 3. liðurinn, sem ég átti við. Ég sé ekki ástæðu til að vera á móti því að leyfa 1. og 2. liðinn. En það er 3. liðurinn, sem ég tel ekki þinghæfa fyrirspurn og vil þess vegna fá leyfi til að greiða atkv. gegn leyfi fyrir. Ef hæstv. forseti telur sér fært að bera upp einstaka liði fyrirspurnarinnar, mundi ég greiða atkv. með 1. og 2. liðnum, en á móti 3. liðnum, sem ég tók fram, að ég teldi fyrir neðan virðingu Alþ. að taka til umr. og fyrir neðan virðingu ríkisstj. að taka til svara.