24.02.1949
Sameinað þing: 43. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 873 í D-deild Alþingistíðinda. (5300)

930. mál, bygging fornminjasafns

Ingólfur Jónsson:

Herra forseti. Það er óskiljanleg viðkvæmni, sem kemur fram í ræðum hv. 4. þm. Reykv. Hann er alltaf að tala um virðingu þingsins og að henni sé misboðið, ef samþ. sé að leyfa hér ákveðna fyrirspurn. Og hann hefur einnig talið, að það sé gert með því að bera fram sumar þáltill. Hann telur, að með því sé misboðið virðingu þingsins, enda þótt hann hafi sjálfur borið fram þáltill., sem kannske eru ekkert betri fyrir virðingu þingsins en þær till., sem hann talar um. — Ég sé ekki, að þessi fyrirspurn, sem hann hefur gert hér að umtalsefni, sé neitt lakari en margar aðrar fyrirspurnir, sem hafa komið fram í þinginu, og legg ég því til, að samþ. verði að leyfa hana.