02.03.1949
Sameinað þing: 45. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 878 í D-deild Alþingistíðinda. (5316)

931. mál, tolleftirgjöf af bifreiðum

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Út af þessari fyrirspurn hef ég lagt fyrir starfsmenn fjmrn. að athuga þetta mál og gefa mér skýrslu um það. En þeir hafa spurt mig að því, hverjir eigi að teljast tignarmenn, og mér var erfitt um svör. En meðan engin aðgreining er á því, hverjir skuli vera tignarmenn, vona ég; að hv. fyrirspyrjandi hafi biðlund. Annars hefur þetta verið sent til tollstjóra, og vonast ég til, að hann geti gefið upplýsingar um þetta atriði: Ég verð svo að biðja hv. fyrirspyrjanda afsökunar á því, að ég skuli ekki hafa haft þetta við höndina.