09.03.1949
Sameinað þing: 47. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 889 í D-deild Alþingistíðinda. (5355)

934. mál, Úlfarsá í Mosfellssveit

Fyrirspyrjandi (Finnur Jónsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. fyrir svörin, en af þeim kemur í ljós, að fyrst og fremst er engin aðstaða til að reka að Úlfarsá hæli fyrir drykkjumenn. Er þar engra íbúðarhúsa kostur fyrir hvora tveggja, starfsmenn og vistmenn. Í öðru lagi virðist þarna lítil aðstaða vera fyrir hendi til að hafa verkefni fyrir vistmennina, enda er ekki til þess ætlazt eftir upplýsingum frá hæstv. ráðh. Í þriðja lagi virðist heilbrmrn. svo eigi hafa verið búið að gera sér grein fyrir fyrirkomulagi hælisins eða kostnaði við það, áður en hælið í Kaldaðarnesi var lagt niður.

Ég hygg, að ég fari eigi með neinar ýkjur, þó að ég leyfi mér að draga þessar ályktanir af orðum hæstv. ráðh.