09.03.1949
Sameinað þing: 47. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 895 í D-deild Alþingistíðinda. (5387)

939. mál, embættisbústaðir dómara

Fyrirspyrjandi (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Árið 1946 voru sett l. um embættisbústaði fyrir héraðsdómara. Byggja átti eða kaupa 1–2 slíka bústaði á ári, eftir því sem fé væri veitt til þess í fjárl. Árið 1947 voru sett ný l. um þetta efni. Var þá ákveðið að byggja 1–2 bústaði á ári handa héraðsdómurum og hæstaréttardómurum, og eins og í fyrri l. var ákveðið að fara eftir því, sem fé væri veitt til þess í fjárl.

Það mun ekki hafa verið fjárveiting í þessu skyni árið 1946. Árið 1947 var ekki heldur fjárveiting í sjálfum fjárl., en í 22. gr. var stj. veitt heimild .til að verja allt að 400 þús. kr. til að byggja embættisbústaði fyrir héraðsdómara. Árið 1948 er veitt í 20. gr. 500 þús. kr. .til þess að byggja eða kaupa bústaði fyrir héraðsdómara, en ég hef ekki komið auga á, að enn hafi verið veitt neitt í fjárl. til að byggja bústaði fyrir hæstaréttardómara.

Ég hef leyft mér að bera fram fyrirspurn um framkvæmdir í þessum efnum og vænti þess, að spurningarnar séu þannig orðaðar, að þær þurfi ekki frekari skýringar við, en vænti svars frá hæstv. ráðh.