04.05.1949
Sameinað þing: 70. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 906 í D-deild Alþingistíðinda. (5419)

160. mál, aðflutningar til Keflavíkurflugvallar o.fl.

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Það hefur dregizt að svara þessari fyrirspurn, þar sem ég hef ekki verið viðstaddur. Í 5. lið er spurt: Hve margir Bandaríkjaþegnar unnu 1. jan. 1949 .á Keflavíkurflugvelli og við byggingar þar? Hve margir Íslendingar? Hvað voru samsvarandi tölur 1. jan. 1948?

Um þetta er það að segja, að 1. jan. 1949 unnu 715 Bandaríkjaþegnar á Keflavíkurflugvelli, þar af 230, sem unnu hjá byggingarfélaginu. Á sama tíma unnu þar 254 Íslendingar. Samsvarandi tölur voru 1. jan. 1948 þannig, að þar unnu 870 Bandaríkjaþegnar, þar af 316 hjá byggingarfélaginu, og 232 Íslendingar. Bandaríkjaþegnum hefur því fækkað um 155 á þessu tímabili, en Íslendingum fjölgað um 22.