06.04.1949
Sameinað þing: 63. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 913 í D-deild Alþingistíðinda. (5444)

942. mál, rannsóknarstöðin á Keldum

Fyrirspyrjandi (Jónas Jónsson):

Ég þakka fyrir þessi svör. Þau eru allýtarleg, það sem þau ná. Mér fannst rétt, að Alþingi fengi nokkuð að segja um þetta. Það er og gott að hafa þessar upplýsingar fyrirliggjandi til samanburðar eftir nokkur ár um það, hverju af þessu hefur tekizt að koma í verk. Ég vildi og óska frekari skýringa, hvort þessi nýja stofnun á að notast við ormaveikimeðal frá Dungal og einnig bóluefnisgerð Dungals, — hvort sú stofnun, sem Dungal veltir forstöðu, hættir sínu starfi. (Menntmrh.: Það er ekkert um það í fyrirspurninni. — Atvmrh.: Það mun ekki verða fyrst um sinn.) Svo að Dungal á þá að halda áfram með sitt!