06.04.1949
Sameinað þing: 63. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 920 í D-deild Alþingistíðinda. (5465)

945. mál, kvikmyndahús háskólans

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Mér hefur borizt eftirfarandi svar við þessari fyrirspurn frá rektor háskólans, próf. Alexander Jóhannessyni, dagsett 31. marz 1949:

„1. Brúttó- og nettótekjur hafa verið sem hér segir:

1942 brúttó kr. 383.013,50 nettó kr. 78.792,81 (frá 8. ág.).

1943 — — 1.305.161,00 — — 355.411,84

1944 — — 1.215.643,00 — — 231.063,18

1945 — — 1.239.803,23 — — 177.523,28

1946 — — 1.69.651,18 — — 408.402,69

1947 — — 1.262.260,38 — — 404.374,75

1948 — — 933.811,24 — — 277.676,27

Hér ber að geta þess, að enn er verið að af skrifa byggingarkostnað vegna breytinga hússins samkvæmt venjulegum reglum. Skemmtanaskatt greiddi kvikmyndahúsið til ársloka 1945.

2. Þessa spurningu tel ég ekki svara verða. 3. Próf. Níels Dungal átti mikinn þátt í að koma kvikmyndastarfseminni á laggirnar og hefur verið formaður stjórnarinnar frá byrjun til ársloka 1948. Hann hefur gert samninga við erlend félög og annazt bréfaskriftir öll árin. Bréfaskriftirnar m.m. hafa verið umfangsmiklar, og í byrjun var þóknun hans fyrir öll hans störf miðuð við það, að hann greiddi aðstoðarstúlku við bréfaskriftirnar helming þeirrar þóknunar, sem honum var ákveðin. Þóknun hans hefur verið sem hér segir:

1942 kr. 3.561,00 1943 — 12.300,00

1944 – 12.856,00 ferðakostnaður 6.760,90

1945 – 13.308,00

1946 – 14.052,00 1947 — 15.120,00

1948 – 14.400,00 ferðakostnaður 7.300,00.“

Þetta er allt lestur á bréfi frá próf. Alexander Jóhannessyni. Ég hef engu að bæta við um 2. spurninguna, sem rektor segir, að ekki sé svara verð. Ég hef ekki náð tali af rektor og get því ekkert frekar um þessi mál sagt, en í bréfinu stendur.