20.04.1949
Sameinað þing: 66. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 939 í D-deild Alþingistíðinda. (5492)

948. mál, skilnaður Íslands og Danmerkur

Fyrirspyrjandi (Jónas Jónsson):

Herra forseti. Þegar gengið var frá aðalatriðunum viðvíkjandi skilnaði Íslands og Danmerkur, var gert ráð fyrir, að gengið yrði frá öllum öðrum atriðum mjög fljótlega. Nokkrar tilraunir voru að vísu gerðar í þá átt, og fóru nefndir milli landanna í þeim tilgangi, en árangurinn af þessu virðist hafa orðið sáralítill, og hefur ekkert verið minnzt á þessi mál hin síðari ár. Ég álít því eðlilegt og rétt, að ríkisstj. gefi þinginu og þjóðinni skýrslu um þetta mál.