15.11.1948
Neðri deild: 17. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 318 í B-deild Alþingistíðinda. (570)

4. mál, hvalveiðar

Frsm. (Pétur Ottesen):

Það hafði láðst, þegar sjútvn. flutti brtt. við þetta frv. við 2. umr. að leiðrétta í 6. gr. frv. orðalagið í samræmi við þá breytingu, sem gerð var á 5. gr., og miðar 1. brtt. á þskj. 102 að því að leiðrétta þetta. Þá er enn fremur lagt til með 2. brtt. á sama þskj., að aftan við 10. gr. komi ný gr.: „Mál út af brotum gegn l. þessum skulu sæta meðferð opinberra mála“. Það er venja að taka upp ákvæði um það í slík frv., þó að út af fyrir sig kunni að vera, að það sé ekki nauðsynlegt.

Nefndin leggur til, að einnig þessar brtt. verði samþ. við frv.