31.01.1949
Neðri deild: 55. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 323 í B-deild Alþingistíðinda. (589)

13. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. meiri hl. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Það er alveg rétt, sem hv. 2. þm. Reykv. segir, að hér er um viðkvæm mál og mjög persónuleg að ræða, og varðandi tilmæli hans um að athuga umsóknirnar nánar í n. á milli 2. og 3. umr. eftir sérstökum tilmælum og í samvinnu með þeim hv. þm., sem óska að ræða þær, þá tel ég sjálfsagt, að n. verði við þeim tilmælum. Ég benti á það, að við, sem stöndum að nál., áskiljum okkur rétt til þess að flytja vatill. Að mínu áliti er erfitt að segja um það í þessu máli, hvað geti talizt fullkomlega rétt og hvað ekki rétt. Ég mundi því fúslega verða við þeim tilmælum, að þær umsóknir verði athugaðar nánar, sem hv. þm. óska sérstaklega eftir að ræða við n. um. — Það er naumast rétt, að konur hafi minni rétt en karlar. En það er ekki auðvelt að bera þetta saman, því að kona missir borgararétt sinn um leið og hún fer úr landi og er gift manni með erlent ríkisfang, en karlmaður missir ekki borgararétt sinn, þó að hann fari úr landi, enda fái hann ekki borgararétt annars staðar, svo að vitað sé. Ég mun svo ekki ræða þetta mál frekar.