05.04.1949
Efri deild: 82. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 338 í B-deild Alþingistíðinda. (625)

13. mál, ríkisborgararéttur

Ásmundur Sigurðsson:

Herra forseti Ég mun nú ekki verða langorður. Það eru aðeins örfá orð, sem ég vildi segja viðvíkjandi brtt. minni. Ég vil taka undir það með hv. 1. þm. Reykv., að mér finnst sjálfsagt, að íslenzkar konur fái rétt sinn aftur, þegar þær geta ekki notað rétt sinn erlendis. Allar þessar konur eru fæddar á Íslandi og raunar er eina ástæðan, sem talin er móti þessu, sú, að menn þeirra búi erlendis. Auk þess hefur dómsmrn. litið svo á, að veita bæri þessum konum ríkisborgararétt, þar sem ráðuneytið hefur tekið þessar konur inn á frv. Enn fremur eru það margir nú þegar, sem eiga líka ríkisborgararétt í Englandi, en það eru karlar, en ekki konur, sem þar eiga hlut að máli. Þá er hér regla, sem hv. þm. Dal. benti á og viðurkenndi, að hefði verið brotin. Mun hann þar eiga við frv. frá 1946. Ég var þá í allshn. Ed., og þar hafði enginn neitt við þetta að athuga.