05.04.1949
Efri deild: 82. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 339 í B-deild Alþingistíðinda. (627)

13. mál, ríkisborgararéttur

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Mig langar í þessu sambandi til þess að gera eina fyrirspurn til lögfræðinga deildarinnar. Segjum nú, að einhver kona sé nú þýzkur ríkisborgari, af því að hún er gift þýzkum manni, síðan væri hún gerð íslenzkur ríkisborgari. Segjum svo, að þessi kona væri stödd í Englandi og eigi að sendast heim. Hvaða sendiherra á þá að sjá henni fyrir fé, og hvert á hún að sendast? (HV: Heim til sinnar fósturjarðar.) Ja, ég spyr.