23.04.1949
Efri deild: 87. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 480 í B-deild Alþingistíðinda. (729)

16. mál, áburðarverksmiðja

Forseti (BSt):

Út af þeim ummælum hv. þm. Dal., að hv. þm. Barð. sé farinn að gerast svo umsvifamikill, að forseti sé kominn í skuggann, skal ég taka það fram, að ég hef ekki orðið þess var, að hv. þm. Barð. blandi sér í störf forseta, og ekki heldur þó að hann dæmi um störf nefnda. Forsetar geta náttúrlega kallað eftir nál. En að leggja að öðru leyti dóm á gerðir n. er ekki hlutverk forseta. Það er hverjum þm. heimilt að hafa sínar eigin meiningar um það og segja sínar skoðanir, ef það er gert með þinglegum og kurteislegum orðum. Ég vil mótmæla því, að nokkur hafi hér á einn eða annan hátt tekið af mér forsetavald. Þvert á móti hafa allir þm. sýnt mér sem forseta fyllsta tillit.