17.03.1949
Efri deild: 79. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 544 í B-deild Alþingistíðinda. (857)

8. mál, Landsbókasafn

Frsm. (Eiríkur Einarsson):

Herra forseti. Það hefur verið skýrt frá því hér, að n. hefði leitað sér fræðslu og upplýsinga, sem hún teldi nauðsynlegar. Hinu hafði ég orð á, hvort ekki mætti bíða með þær upplýsingar, þar til þeir hv. þm. væru við, sem hreyfðu aths. við málið. Og þó að mál þetta heyri ekki undir hæstv. dómsmrh., þá hreyfði hann samt aths. við það. Ég vildi þá, að hv. d. skæri úr því, hvort nú eigi að fresta umr. um málið eða bíða með okkar skýrslur til 3. umr. Ég vildi hreyfa þessu við hv. þm. Barð., sem hreyfði aths. við þetta mál. (GJ: Mér er sama, þó að það bíði til 3. umr.) Þá óska ég, að deildin skeri úr um það, hvort þetta eigi að biða til 3. umr.