04.11.1948
Efri deild: 8. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 47 í B-deild Alþingistíðinda. (89)

27. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Páll Zóphóníasson:

Enda þótt ég telji, að ekki sé hægt 16. júlí 1948 að tolla vöru, sem er flutt inn í jan.-maí og búið er að selja, og að þess vegna sé ekki hægt að samþ. þessi l. á öðrum forsendum en þeim, að með því sé verið að leiðrétta yfirsjón hjá Alþ. og ríkisstj., og það verði að líta þannig á, að lögin hafi verið löglega samþ. á Alþ. og að samþykkt þessara l. skapi ekkert fordæmi, alveg skilyrðislaust ekkert fordæmi um það, að þ. geti hvenær sem er komið aftan að mönnum og lagt tolla á innflutninginn svo og svo langt aftur í tímann, og aðeins til leiðréttingar á yfirsjón, sem orðið hefur í sambandi við þetta, segi ég já.