10.05.1949
Efri deild: 102. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 559 í B-deild Alþingistíðinda. (893)

8. mál, Landsbókasafn

Eiríkur Einarsson:

Það er langur tími síðan hv. menntmn. hafði mál þetta til athugunar og komst að þeirri niðurstöðu að mæla með málinu. Síðan hefur orðið langur dráttur á því til að leita upplýsinga og menn gætu áttað sig á hverjar breyt. gera ætti á frv. Úr því að ég féll að því ráði að mæla með frv., eftir því sem kom fram, þykir mér ekki ástæða til að breyta þeirri skoðun, og greiði ég brtt. því mótatkv., þó að í henni kunni að felast sparnaður. Á það er og að líta, að í starfsmannaeignum hjá ríkinu núna kynni ég betur við, að fremur yrði ræst fram úr einhverri annarri ríkisstofnun, en Landsbókasafni Íslands. Ég segi því nei.