05.04.1949
Efri deild: 82. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 563 í B-deild Alþingistíðinda. (915)

158. mál, ríkisreikningar 1945

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vildi gjarna við þessar umr. spyrja hæstv. fjmrh., hvort gerðar hafi verið athuganir í sambandi við bréf fjvn. um möguleika á því að fá Landsbankann til að taka að sér bókhald og fjárgreiðslur fyrir ríkið. Ég hef ekki heyrt neitt svar við því og vildi því gjarna spyrja hæstv. ráðh., hvaða svör hann hefur fengið og getur gefið. Ég vildi fá að heyra álit Landsbankans á þessu og álit ráðuneytisins. Bankinn hefur að ýmsu leyti miklu betri aðstöðu til þess að annast þetta og væntanlega þá einnig betri tök á því, að reikningarnir geti verið tilbúnir, heldur en nú er. Ég vildi gjarna fá að heyra um það, hvernig málið stendur.