05.04.1949
Efri deild: 82. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 563 í B-deild Alþingistíðinda. (916)

158. mál, ríkisreikningar 1945

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Mér er það minnisstætt, að hv. fjvn. sendi fjmrn. erindi um þetta í vetur, þar sem hún gerði till. um, að Landsbankinn tæki að sér ríkisfjárhirzluna eða gjaldkerastörf ríkisins. Erindið var sent til Landsbankans, og hann var beðinn um að láta í ljós álit sitt á þessari málaleitan. Ég minnist þess ekki, að bankinn hafi sent skriflegt svar, en eitthvað heyrði ég um það, að það hefði komið maður frá Landsbankanum, eða að maður hefði verið kallaður frá ríkisféhirði, til þess að ræða og kynnast störfunum. Setti ég það í samband við það, að bankinn væri að kynna sér málið. En ég hef sem sagt ekki orðið var við svar frá bankanum varðandi þessa málaleitan.