26.04.1949
Efri deild: 89. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 582 í B-deild Alþingistíðinda. (956)

134. mál, eignarnám lóða í Reykjavík

Frsm. (Eiríkur Einarsson):

Herra forseti. Ég fleytti nú eins og flísasteinn kerlingar á þessu máli, því að ég var veikur bæði við 1. og 2. umr. þess hér í deildinni, en ég sé, að einhver muni hafa hlaupið undir bagga í minn stað. Ætla ég ekki að fara að eyða orðum að því frekar, því að ég sé, að hv. deild hefur unnað málinu fram að ganga, og vænti ég þess að hún geri það áfram og málinu verði hleypt út úr deildinni. Ég býst við því, að hæstv. forseti hafi lýst áliti mínu á málinu þegar við 2. umr., og vænti þess, að þessi afsökun mín nægi til þess að koma málinu úr deildinni.