04.05.1949
Efri deild: 96. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 590 í B-deild Alþingistíðinda. (978)

184. mál, hlutatryggingarsjóður bátaútvegsins

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að spyrja hæstv. forseta, hvort hann vilji ekki taka 3. málið á dagskránni fyrst fyrir. Þannig er mál með vexti, að í samráði við ríkisstj. varð samkomulag um að hafa þann hátt á, ef deildin samþ., að hver frsm. gerði grein fyrir sínu áliti, en þá yrði umr. frestað og haldinn sameiginlegur fundur sjútvn. beggja deildanna til þess að reyna að ná samkomulagi um ágreiningsatriðin. Fyrir hönd þessara aðila leyfi ég mér að óska eftir, að þessi háttur verði á hafður til að flýta fyrir afgreiðslu málsins.