09.12.1948
Efri deild: 27. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 52 í B-deild Alþingistíðinda. (98)

27. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Forseti (BSt):

Í tilefni af orðum þm. N-M. vil ég taka það fram, að þar sem fyrir samskonar tilviki og hér um ræðir, þ.e.a.s., að gleymzt hafi að framlengja lög á tilsettum tíma, en þau síðan framlengd síðar og sú framlenging látin ná aftur fyrir sig til þess tíma, er þau voru útrunnin, eru fleiri en eitt dæmi hér á Alþ., þá sé ég mér ekki fært að vísa þessu máli frá á þeim forsendum, að það sé ólöglega fram borið.