04.05.1950
Efri deild: 100. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 650 í B-deild Alþingistíðinda. (1006)

46. mál, sauðfjársjúkdómar

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég læt það liggja í hlut forseta, hvort ég á að hafa lengri ræðu eða skemmri. En ég hygg, að landbn. muni telja það heppilegt að fresta umr. og athuga að nokkru brtt. hv. þm. Barð., þar sem sumar þeirra eru þannig vaxnar, að það þarf að leita umsagnar t.d. Landsbankans, ef það á að fara að greiða skuldir við hann með þessum bréfum. Ég vil svo spyrja hæstv. forseta, hvort ég eigi nú að halda áfram ræðu minni um þetta efni eða hvort honum þyki réttara, að ég láti máli mínu lokið.