27.03.1950
Neðri deild: 75. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1563 í B-deild Alþingistíðinda. (103)

Varamaður tekur þingsæti

forseti (SB):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf frá hv. 2. landsk. þm., Lúðvík Jósefssyni, dags. 24. þ. m.:

„Með því að ég get ekki gegnt þingstörfum næstu vikur sökum anna heima fyrir, leyfi ég mér, með skírskotun til 144. gr. laga nr. 80 1942, um kosningar til Alþingis, að óska eftir því. að varamaður minn, Magnús Kjartansson ritstjóri, taki sæti í minn stað á Alþingi meðan ég verð fjarvistum.“

Samkv. þessari ósk tekur varamaður sá, er í bréfinu greinir, sæti 2. landsk. þm.