08.05.1950
Efri deild: 102. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 673 í B-deild Alþingistíðinda. (1059)

96. mál, ríkisreikningurinn 1946

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Mér finnst, að málið megi halda áfram nú til 3. umr. og þau sérstöku atriði, sem hv, þm. Barð. óskar eftir að fá upplýsingar um, megi reyna að fá upplýst milli 2. og 3. umr. Ég tek á engan hátt sem gagnrýni á mín verk reikninginn fyrir 1946. Ég kom ekki í ráðuneytið fyrr en 1947, svo að það er fjarri mér að hlífast við að ræða þessi mál af þeim ástæðum. Þetta eru formleg atriði, sem endurskoðendurnir hafa í huga að ræða við n., og ég skal reyna að leitast við að afla þeirra upplýsinga, sem sérstaklega er lýst eftir, milli umr., og af þeirri ástæðu geri ég enga till. um að fresta umr.