20.12.1949
Sameinað þing: 12. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 685 í B-deild Alþingistíðinda. (1070)

38. mál, fjárlög 1950

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Háttvirtu hlustendur. Vegna þess, að stjórnarskipti urðu 6. þ. m., hefur það komið í minn hlut að þessu sinni að gera grein fyrir afkomu ríkissjóðs undanfarið og skýra frumvarp það til fjárlaga, sem fyrrv. fjmrh. hefur lagt fyrir Alþingi. Ég mun ekki á þessu stigi bera fram neinar breytingar við frv., en mun ræða það síðar við hv. fjvn. í samræmi við þá stefnu í fjármálum ríkisins, sem ég tel að eigi að fylgja eins og sakir standa og síðar kemur fram í þessari ræðu. Ég mun skipta ræðunni í þrjá höfuðkafla og gera í fyrsta lagi grein fyrir afkomu ársins 1948, því næst mun ég gefa bráðabirgðayfirlit um afkomu yfirstandandi árs og að síðustu ræða frv. til fjárlaga 1950 og ýmsar ráðstafanir í sambandi við fjárhag landsins og fjárhagsástandið yfirleitt.

Stefna ríkisvaldsins í fjármálum hefur áhrif á allt atvinnu- og fjármálalíf landsins. Þess vegna er nauðsynlegt við slíkt yfirlit sem þetta að geta myndað sér ljósa skoðun um það, hvernig fjármálastefna ríkisvaldsins undanfarið hefur verið og hvaða áhrif hún hefur haft í atvinnu- og fjármálum þjóðarinnar. Það er svo hlutverk Alþingis að gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til leiðréttingar því, sem aflaga kann að fara, svo að ekki sé tefit hagsmunum þjóðarinnar í hættu.

Ríkisreikningurinn 1948: Ég mun fyrst gera grein fyrir afkomu ársins 1948. Reikningur fyrir það ár liggur nú fyrir og verður afhentur fjvn. til athugunar, eins og venja er til. Það, sem einkennir afkomu þessa árs, er, að rekstrarreikningur sýnir rúmlega 8 millj. kr. hagnað, en sjóðreikningur sýnir mikinn halla, eða 69 millj. kr., sem er að mestu leyti raunverulegur greiðsluhalli fjárlaganna, þegar frá er dregið lán til ýmissa fyrirtækja af Marshallláni, er nemur rúmlega 12 millj. kr. Þessi mikli greiðsluhalli stafar af margs konar greiðslum, sem ríkissjóður hefur neyðzt til að standa straum af, og kem ég að því síðar.

Rekstrartekjur ársins voru áætlaðar kr. 221411150, en urðu 264697827, eða kr. 43286677 fram yfir áætlun.

Rekstrarútgjöld urðu kr. 25647123500, í stað áætlunar fjárlaga kr. 22108417100, og var greitt umfram áætlun kr. 3538706400. Verður því rekstrarhagnaður aðeins kr. 822659200.

Tekjur í einstökum greinum urðu sem hér segir:

2. grein. Skattar og tollar.

Fjárlög

Reikningur

Umfr. fjárlög

Tekju- og eignarskattur

40000000.00

58016928.03

18016928.03

Stríðsgróðaskattur (hluti ríkissjóðs).

3000000.00

4256764.63

1256764.63

Vörumagnstollur

18000000.00

22924012.13

4924012.13

Verðtollur

60000000.00

58048675.03

=1951324.97

Innflutningsgjald af benzíni

4000000.00

3556636.71

=443363.29

Gjald af innl. tollvörum

3000000.00

5749343.83

2749343.83

Söluskattur

19000000.00

16741352.13

=2258647.87

Fasteignaskattur

600000.00

692003.90

92003.90

Lestagjald af skipu

120000.00

243406.00

123406.00

Bifreiðaskattur

3300000.00

3544387.14

244387.14

Aukatekjur

1600000.00

2044318.50

444318.50

Stimpilgjald

4000000.00

5311889.22

1311889.22

Vitagjald

800000.00

853974.86

53974.86

Leyfisbréfagjald

150000.00

102977.28

=47022.72

Erfðafjárskattur

300000.00

605841.81

305841.81

Veitingaskattur

1000000.00

2694522.84

1694522.84

158870000.00

185387034.04

26517034.04

— Endurgr. tekjur, fellt úr eftirst. og hækkun

eftirst

6876727.24

6876727.24

Kr.158870000.00

178510306.80

19640306.80

3.

grein

A. Tekjur af rekstri ríkisstofnana.

Fjárlög

Reikningur

Umfr. fjárlög

Landssíminn

694500.00

2483340.72

1788840.72

Áfengisverzlunin

42000000.00

52893255.92

10893255.92

Tóbakseinkasalan

17500000.00

23685338.64

6185338.64

Ríkisútvarpið og viðtækjaverzl.

937185.00

1681555.93

744370.93

Ríkisprentsmiðjan

314749.00

238897.15

=75851.85

Trésmiðjan

16291.00

13182.91

=3108.09

Áburðarsalan

178299.94

178299.94

Grænmetisverzlunin

133107.55

133107.55

Landssmiðjan

145318.11

145318.11

Ríkisbúin:

194382.88

194382.88

61462725.00

81646679.75

20183954.75

- Halli póstsjóðs

714081.53

714081.53

Kr.

61462725.00

80932598.22

19469873.22

3.

grein B. Tekjur af fasteign (Arnarhváll)

10000.00

3254.45

=6745.55

4.

grein. Vaxtatekjur

968425.00

1805186.51

836761.51

5.

grein. Óvissar tekjur

100000.00

3446481.53

3346481.53

Tekjur samtals

221411150.00

264697827.51

43286677.51

Gjöldin urðu svo sem hér segir:

Fjárlög

Reikningur

Umfr. fjárlög

7.gr.

Vextir.

5363543.00

6457513.73

1093970.73

8. –

Forsetaembættið

287482.00

330412.24

42930.24

9. –

Alþingiskostnaður

1515576.00

2238799.51

723223.51

10. – I.

Stjórnarráðið

2845450.00

3558096.79

712646.79

10.–II.

Hagstofan

359751.00

337909.45

=21841.55

10. - III.

Utanríkismál

1386100.00

2822173.21

1436073.21

11. – A.

Dómgæzla og lögreglustj.

10433184.00

12012411.01

1579277.01

11. – B.

Opinbert eftirlit

853105.00

2483543.61

1630438.61

11. – C.

Kostn. v/innh. tolla og skatta

4681383.00

5485357.95

803974.95

11. – D.

Sameiginl. kostn. við embættisrekstur

850000.00

1318903.02

468903.02

12. –

Heilbrigðismál

10222490.00

11994410.54

1771920.54

13.–A.

Vegamál

21491100.00

25224155.78

3733055.78

13. – B.

Samgöngur á sjó

3342000.00

5504126.63

2162126.63

13. – C.

Vitamál og hafnargerðir

8703790.00

7410719.86

=1293070.14

13. – D.

Flugmál

1810825.00

2312257.90

501432.90

14. – A.

Kirkjumál

3274550.00

3583769.77

309219.77

14. – B.

Kennslumál

27355313.00

29495489.84

2140176.84

15. – A.

Söfn, bókaútgáfa og listir

2579965.00

2670207.63

90242.63

15.–B.

Rannsóknir í opinb. þágu

3811758.00

3731400.10

=80357.90

16.–A.

Landbúnaðarmál

16783187.00

17069223.78

286036.78

16. – B.

Sjávarútvegsmál

1013500.00

1005676.54

=7823.46

16. – C.

Iðnaðarmál

651220.00

563720.00

=87500.00

16. – D.

Raforkumál

5110000.00

5696807.23

586807.23

17. –

Félagsmál

25642840.00

25290067.64

=352772.36

18. –

Eftirlaun og tillag ti1 lífeyrissjóða

5216059.00

5928066.86

712007.86

19. – I.

Dýrtíðarráðstafanir

55000000.00

65175024.37

10175024.37

19. – II.

Óviss útgjöld

500000.00

2056192.75

1556192.75

22. –

Heimildarlög

987008.07

987008.07

Sérstök lög

1294531.87

1294531.87

Þingsályktanir

129519.21

129519.21

Væntanleg fjáraukalög

2303738.55

2303738.55

221084171.00

256471235.44

35387064.44

Rekstrarhagnaður

326979.00

8226592.07

Kr.

221411150.00

264697827.51

Um tekjubálkinn í einstökum atriðum er þetta að segja:

Skattar: Tekju- og eignar- og stríðsgróðaskattar hafa farið verulega fram úr áætlun, eða rúmlega 19 milljónir. Hins vegar mun söluskatturinn hafa staðizt áætlun, þótt 2 milljónir hafi ekki komið fyrr, en á reikning 1949. Fasteignaskattur og bifreiðaskattur hafa vel staðizt áætlun. En erfðafjárskattur og veitingaskattur eru hvor um sig helmingi hærri, en áætlað var.

Tollar: Verðtollurinn hefur ekki alveg náð áætlun, og munar þar um 2 milljónum. Stafar þetta af því, að innflutningurinn hafði á árinu dregizt meira saman, en búizt hafði verið við, einkum innflutningur þeirra vara, sem mestan bera verðtoll.

Vörumagnstollurinn hefur aftur á móti orðið hærri, en áætlað var og nemur hækkunin um 5 millj. kr.

Innflutningsgjald af benzíni varð 31/2 millj. kr. í stað 4 millj., sem áætlað var. Gjald af innlendum tollvörum fór 2.7 millj. fram úr áætlun, sem stafar af tollhækkun á þessum vörum, sem fór fram á árinu.

Aðrar tekjur, svo sem lestagjald af skipum, vitagjald og stimpilgjald, hafa farið nokkuð fram úr áætlun, sömuleiðis aukatekjurnar.

Tekjur af rekstri ríkisstofnana: Segja má, að flestar ríkisstofnanir hafi skilað meiri rekstrarhagnaði, en áætlað var, og fer hagnaðurinn samtals rúmlega 20 millj. kr. fram úr áætlun. Áfengisverzlunin skilaði 59.2 millj. kr. hagnaði í stað 42 millj. kr., sem áætlað var. Tóbakseinkasalan skilaði 23.7 millj. kr., í stað 17.5 millj. kr. Landssíminn og ríkisútvarpið skiluðu mjög verulegum tekjuafgangi. Póstsjóður sýndi 714 þús. kr. rekstrarhalla, en á fjárl. var ekki gert ráð fyrir rekstrarhalla.

Um gjaldabálkinn skal ég taka eftirfarandi fram, til skýringar á einstökum greinum:

7. gr. Vextir af lánum, umframgreiðsla kr. 1.093.970.73, stafar af auknum vöxtum vegna lausaskulda ríkissjóðs. Lausaskuldirnar voru í ársbyrjun 80.9 millj. kr., en voru í árslok 93.2 millj. kr.

9. gr. Alþingiskostnaður, umframgreiðsla kr. 723.223,51, stafar af vaxandi útgjöldum Alþingis og lengra þinghaldi, en árið áður. Árið 1947 stóð þing í 176 daga, en árið 1948 í 220 daga.

10. gr. Stjórnarráðið, umframgreiðsla kr. 712.646.79, stafar að nokkru leyti af hækkuðum vinnukostnaði hjá nokkrum ráðuneytum, sérstaklega félmrn., 131 þús., og ýmsum öðrum kostnaði ráðuneytanna (309 þús.).

10. gr. Hagstofan. Þar er reikningur lægri en fjárlög, sem nemur 22 þús. kr. Mér finnst skylt að taka það fram um þessa stofnun, að hún er mjög til fyrirmyndar um það, hvernig hún heldur sér innan þeirra marka, sem fjárlög setja um útgjöldin.

10. gr. Utanríkismál, umframgreiðsla kr. 1436073.21, stafar að nokkru leyti af vaxandi kostnaði við flest sendiráðin, af auknum kostnaði við þátttöku í alþjóðaráðstefnum og samninga um milliríkjaviðskipti og af kostnaði við húsnæði sendiráðsins í London.

11. gr. A. Dómgæzla og lögreglustjórn, umframgreiðsla kr. 1.579.227.01, stafar af auknum lögreglukostnaði, auknum kostnaði við landhelgisgæzlu (830 þús.), ásamt nokkrum smærri liðum.

11. gr. B. Opinbert eftirlit, umframgreiðsla kr. 1.630.438.61. Aukinn kostnaður kemur fram hjá bifreiðaeftirliti ríkisins (203 þús.), hjá eftirliti með skipulagi bæja (108 þús.), matvælaeftirliti (96 þús.). En rétt er að geta þess, að þessar eftirlitsstofnanir fá tekjur móti kostnaði.

Kostnaður við eftirlit með viðskipta- og verðlagsmálum er þessi:

Fjárhagsráð ................ kr. 914.499.38

Viðskiptanefnd .............— 887.427.76

Verðlagseftirlit ................ —62751.93

Skömmtunarskrifstofa.....—016.044.83

Kauplagsnefnd .............. — 15.089.20

Samtals kr. 3.460.513.10

Frá dregst, tekjur .......... –2.043.654.72

Kostnaður umfram tekjur.... kr. 1.416.858,38, sem kemur fram sem aðalumframgreiðsla á 11. gr. B.

11. gr. C. Innheimta tolla og skatta. Umframgreiðsla kr. 803974.95, liggur að mestu leyti í hækkuðum kostnaði við skattanefndir (615 þús.) og auknum rekstrarkostnaði skattstofunnar (116 þús.).

11. gr. D. Sameiginlegur kostnaður við embættisrekstur, umframgreiðsla kr. 468903.02, stafar af hækkun á símakostnaði og burðargjöldum hjá embættismönnum og opinberum stofnunum.

12. gr. Heilbrigðismál. Umframgreiðsla kr. 1771920.54. Útgjöld til berklavarna hafa farið kr. 580 þús. fram úr áætlun, styrkur til sjúkra manna og örkumla 833 þús. kr. fram úr áætlun. Umframgreiðsla á þessum tveimur liðum nemur 1.413 þús. kr. Laun héraðslækna hafa farið 177 þús. kr. fram úr áætlun, ásamt nokkrum smærri liðum. Annars má segja, að útgjöld séu innan rekstraráætlunar í reikningum spítalanna og heilsuhælanna, en tekjuáætlun þessara stofnana hefur reynzt of há, og því halli á rekstrinum nokkru meiri, en áætlað hafði verið. Til heilsuverndarstöðva í kaupstöðum hefur verið greitt 55 þús. kr. umfram áætlun. Hins vegar hefur ekki verið greitt nema 200 þús. af 300 þús. kr. fjárveitingu, til byggingar fjórðungssjúkrahúss á Akureyri.

13. gr. A. Vegamál. Umframgreiðsla kr. 3733055.78. Stafar það nær eingöngu af því, að viðhald og endurbætur vega hafa farið mikið fram úr áætlun, eða samtals rúmar 4 millj. kr. Hins vegar hafa ekki verið notaðar nokkrar fjárveitingar til brúargerða, sem koma til frádráttar.

13. gr. B. Samgöngur á sjó. Umframgreiðsla kr. 2162126.00. Tapið á rekstri strandferðanna hefur orðið miklu meira, en áætlað hafði verið. Áætlunin var 2,4 millj. kr., en rekstrarhallinn reyndist 4,6 millj. kr. Þess er þó að geta, að hagnaður af rekstri olíuflutningaskipsins „Þyrils,kr. 796.440.00, er dreginn frá tapi strandferðaskipanna, sem hefur þá raunverulega verið 5.4 millj. kr.

13. gr. C. Vitamál, hafnargerðir. Þar hafa útgjöldin reynzt 1.3 millj. kr. lægri en áætlað var. Stafar það af því, að fjárveitingar hafa víða ekki verið notaðar til fulls. Enn fremur vegna tekna af áhaldaleigu o.fl., 627 þús. kr., sem ekki er gert ráð fyrir í fjárl.

13. gr. D. Flugmál. Umframgreiðsla kr. 501.432.00. Stafar það af hækkun á stjórnarkostnaði og sameiginlegum kostnaði 187 þús. kr., ásamt ýmsum öðrum kostnaðarliðum, sem fara fram úr áætlun. Fyrning er færð með 371 þús., sem ekki virðist tekið í fjárlög. Hins vegar er ekki notað 90 þús. af fjárveitingu til rekstrar fjarskiptistöðvar, og talsverður hluti af fjárveitingu til viðhalds flugvalla utan Reykjavíkur,. Tekjur af flugvöllunum hafa farið fram úr áætlun, en hins vegar hefur vaxið kostnaður við flugumferðarstjórn.

14. gr. A. Kirkjumál. Umframgreiðsla kr. 309219.00, sem stafar af auknum kostnaði við endurbætur á gömlum íbúðarhúsum á prestssetrum og of lágt áætlaðri verðlagsuppbót.

14. gr. B. Kennslumál. Umframgreiðsla kr. 2140176.00. Verðlagsuppbót kennara í föstum skólum hækkar um kr. 2257885.00, sem stafar af vantalinni verðlagsuppbót (sjá fjárlagafrv. 1949). Styrkur til byggingar barnaskóla, ekki notað nema 2,2 millj. af 3,5 millj. fjárveitingu. Endurgreiðsla á 1/4 af kostnaði barnaskóla hefur orðið 1,1 millj. í stað 0,7 millj. kr. áætlati. Grunnlaun héraðs- og gagnfræðaskóla, ásamt dýrtíðaruppbót, hefur hækkað um 400 þús. kr., og hluti ríkissjóðs af öðrum kostnaði þeirra skóla um 643 þús. kr. Hins vegar hefur ekki verið notað 655 þús. kr. af fjárveitingu til stofnkostnaðar héraðs- og gagnfræðaskóla. Að öðru leyti virðist ekki um stórvægilegar breytingar að ræða frá áætlun fjárlaga á þessari grein.

16. gr. Landbúnaðarmál. Umframgreiðsla kr. 286.036.00. Jarðabótastyrkurinn hefur farið 626 þús. kr. fram úr áætlun. Hins vegar voru ekki notaðar að fullu fjárveitingar til fyrirhleðslu Þverár (175 þús. kr.), til vélasjóðs (70 þús.), til skóggræðslu (82 þús.) og til byggingar nýrra mjólkurstöðva (88 þús.).

16. gr. D. Raforkumál. Umframgreiðsla kr. 586.807.00 Mismunur kemur fram bæði á áætluðum tekjum og gjöldum, en heildarmunur er ekki mikill. Fjárveiting til nýrra raforkuframkvæmda (styrkur til stofnkostn. héraðsveitna) fór nærri 700 þús. kr. fram úr áætlun. Annars virðist ekki sérstök ástæða til að gera að umræðuefni ýmsa liði greinarinnar í þessu yfirliti.

17. gr. Félagsmál. Greiðslur á þessari grein eru nokkru lægri, en áætlun fjárlaga, sem var 25,6 millj. kr., en greiðslurnar námu 25,3 millj. kr. Yfirleitt eru greiðslurnar að mestu í samræmi við fjárlögin. Af fjárveitingu til byggingarsjóða kaupstaða og kauptúna hefur ekki verið notað 270 þús.

18. gr. Eftirlaun og tillag til lífeyrissjóða. Umframgreiðsla kr. 712.007.00. Mismunurinn liggur í hærra framlagi til lífeyrissjóða en áætlað hafði verið, og nemur það 421 þús. kr. Stafar af of lágri áætlun. Enn fremur verðlagsuppbót á greiðslur úr lífeyrissjóði embættismanna, 210 þús. kr., sem ekki er gert ráð fyrir í fjárl.

19. gr. Dýrtíðarráðstafanir. Umframgreiðsla kr. 10.175.024.00. Þessi liður hefur jafnan verið nokkuð lauslega áætlaður, og var veitt í fjárl. 55 millj. kr. í einu lagi til alls konar dýrtíðarráðstafana. Ég vil því skýra frá því, hvernig þessi útgjöld sundurliðast.

A. Innanlandsneyzla:

Endurgr. v/ kjötneyzlu

20/9 '45 til 20/9 '46

11160.55

- -

20/9 '46 til 20/9 '47

72671.15

- -

20/9 '47 til 20/9 '48

21369455.90

21453287.60

Til verðlækkunar á kjöti (framleiðsluráð landb.>.

4576047.92

26029335.52

Til verðlækkunar á mjólk.

4744146.06

- -

„ísl. smjöri

3305193.28

- -

„erl. -

3780439.81

- -

„smjörlíki

4046914,90

- -

„kartöflum

2003389.58

- -

„saltfiski

701725.85

44611145.00

B.

Útflutningsuppbætur:

Kjötframleiðsla haustið 1947

3766502.88

Ull, framleiðsla 1943-1945

1036652.20

Fiskábyrgð vegna framl. 1947

692374.80

- - - 1948

13799934.49

Vetrarlýsi 1947-1948.

1268415.00

20563879.37

Samtals kr.

65175024.37

Greiðslur samkvæmt heimildarlögum. Samtals 987 þús. Af því eru stærstu gjaldaliðirnir:

Til ferjuhafna . .. . .. . ... 120 þús. –

byggingar sjóm.heimilis í Vestm. . . 100 —

brimbrjóts í Bolungavík . ....... 355

Vegna vegabóta í Rauðasandshreppi ... 100

(í viðurk.skyni fyrir björgunarafrek)

Greiðslur skv. sérstökum lögum 1.3 millj. kr. Stærstu gjöldin undir þessum lið eru þessi:

Lög nr. 98 '33, um prestakallasjóð . . 108 þús.

Lög nr.114'40, um lífeyrissj. ljósmæðra 163 –

Lög nr. 7 '45, um jarðr.samþ. í sveitum 139 –

Lög nr. 24 '45, um flugvelli og lendingarstaði fyrir flugvélar .... 155 –

Lög nr. 27 '45, um eyðingu á rottum .. 252 –

Lög nr. 128 '47, um fiskábyrgðarnefnd 96 –

Greiðslur vegna þingsályktana, 129 þús.

Stærsta greiðslan er vegna byggingar Breiðafjarðarbáts, 100 þús. Hitt er kostnaður vegna Alþingissögu og smákostnaður vegna fiskflutninga.

Væntanleg fjáraukalög, 2.3 millj. kr. Stærstu liðirnir eru þessir:

Bessastaðir: Viðhald mannvirkja .. .. 129 þús. —

Viðgerð kirkjunnar ........................ 212 –

Viðhald prestssetra .......................121 –

Dýpkunarkostn. á Rifi .. .. ............. 240 –

Flutningskostn. á síld 1947–48……. 421 –

Kostn. við undirbúning tunnuverksm. 149 –

Tap á farþegaakstri, Hafnarfj.leið …. 293–

— - — Norðurlei𠅅…………… 166 –

Auk þess eru ýmis gjöld vegna alþjóðasamtaka, er nema 173 þús. kr.

Eignahreyfingar samkv. 20. gr. Eins og áður er sagt, varð rekstrarafgangur 8.2 millj. kr. Allur greiðsluhalli fjárlaganna, sem varð 69 millj. kr., stafar því frá greiðslum á 20. gr., sem sýnist hafa runnið til eignaaukningar hjá ríkinu og ríkisstofnunum, eða sem lán til ýmissa aðila, sem ríkissjóður hefur þurft að veita stuðning, beint eða óbeint. Hér fer á eftir sundurliðun á tekjum og gjöldum 20. gr.:

Inn:

Fjárlög

Reikn.

I.

Fyrningar.

1646100.00

3415533.60

II.

Útdregin verðbréf

100000.00

84900.00

III.

Endurgr. fyrirframgreiðslur frá árinu 1947.

10000.00

730000.00

IV.

Endurgreidd lán.

50000.00

1115085.84

V.

Andvirði seldra eigna

1118215.O~U

VI.

Innb. ýmsar innstæður

289630.45

VII.

Tekin lán:

a. Innlend.

48044100.00

b. I Bandaríkjunum (Marshalllán)

12231529:84

VIII.

Auknar lausaskuldir

16389102.98

IX.

Innborgað fé til geymslu

5204309.47

Kr.

1806100.00

88622407.14

Út:

I.

Afborganir lána:

Fjárlög

Reikn.

a. Ríkissjóðslán

10778025.00

3403745.46

b. Lán ríkisstofnana

689100.00

568946.61

II.

Eignaaukning landssímans.

4100000.00

3827590.75

III.

Til bygginga á jörðum ríkisins og til jarðakaupa

300000.00

442858.15

IV.

Til viðbótarhúsnæðis ríkisspítalanna

1530000.00

1245000.00

V.

Til byggingar fávitahælis

200000.00

VI.

Eignaaukning vitamála

1000000.00

876937.26

VII.

Til flugvallagerða og lendingarbóta.

1550000.00

1004070.98

VIII.

Til byggingar menntaskóla f Reykjavík

250000.00

IX.

Til byggingar heimavistarhúss við Menntask. á Akureyri

550000.00

357500.00

X.

Til byggingar íþróttakennaraskóla

200000.00

130000.00

XI.

Til byggingar þjóðminjasafns

500000.00

1375000.00

XII.

Til bygg. skólastjórabúst. á Hólum

65000.00

65000.00

XIII.

Til byggingar ráðsmannsbústaðar á Hvanneyri

100000.00

95000.00

Aðrar byggingar

491358.77

591358.77

XIV.

Til byggingar bændaskóla í Skálholti

250000.00

225000.00

XV.

Til byggingar varðskipa

850000.00

423609.25

XVI.

Til bygginga á prestssetrum

900000.00

751393.19

XVII.

Til bygg. emb.búst. fyrir héraðsdómara

500000.00

916885.00

XVIII.

Til byggingar á Reykjum í Ölfusi

50000.00

202386.79

XIX.

Til byggingar útihúsa á prestssetrum

100000.00

XX.

Til byggingar sjómannaskóla

850000.00

502500.00

XXI.

Til samábyrgðar Ísl. á fiskiskipum

1500000.00

450000.00

XXII.

Til byggingar Arnarhváls

1150000.00

XXIII.

Til byggingar og kaupa á strandferðaskipum

5334397.45

XXIV.

Til byggingar rannsóknarstöðvar á Keldum

700000.00

XXV.

Til byggingar landshafna

1103000.00

XXVI.

Til húsbyggingarsjóða ríkisfyrirtækja

1596837.62

Fjárlög 1950 (1. umr.).

Fjárlög

Reikn.

XXVII,

Önnur eignaaukning ríkisfyrirtækja (reks~trarfé o. fl.).

3986072.48

XXVIII.

Keypt verðbréf

134350.00

XXIX.

Keyptar ýmsar eignir

1533650.00

XXX.

Veitt lán

34165018.35

XXXI.

Veitt lán vegna ábyrgða.

6690593.90

XXXII.

Auknar innstæður hjá ýmsum

3983536.62

X~~XIII.

Greitt af lausaskuldum.

4095902.75

XXXIV.

Greitt af geymdu fé

5989837.67

XXXV.

Fyrirfram greitt vegna fjárlaga 1949

1377722.01

Kr.

26807125.00

89200701.06

Æskilegt væri að gefa nánari skýringu á verið mætt greiðsluhallanum. Enn fremur

ýmsum gjaldaliðunum, en vegna þess, að það sundurliðun á liðunum „veitt lán“ og „veitt

mundi verða of langt mál, ætla ég að láta nægja lán vegna ábyrgða.“

að gefa skýrslu um það, á hvern hátt hefur

Yfirlit um greiðsluhalla ríkissjóðs 1948. Greiðslur úr ríkissjóði skv.20. gr. námu:

Samkvæmt fjárlagaliðum

17359782.21

Utan fjárlaga

71840918.85

89200701.06

Innborgað í ríkissjóð samkvæmt 20. gr.:

Samkvæmt fjárlagaliðum

6463734.44

Innborgaðar ýmsar innstæður

289630.45

Innborgað fé til geymslu

5204309.47

11957674.36

77243026.70

- Rekstrarhagnaður.

8226592.07

69016434.63

Þessum greiðsluhalla var mætt með lántökum:

A.

Föstum innlendum lánum:

Hjá Tryggingastofnun ríkisins.

9000000.00

Lán vegna bygginga landshafna

1087000.00

Eignakönnunarbréf.

9180000.00*)

Happdrættislán (A-flokkur)

15000000.00

Lán í Landsbankanum vegna smíði strandferðaskipa

8000000.00

Lán í Búnaðarbankanum v/byggingarsjóðs.

4000000.00

Lán vegna. ýmissa bygginga

702100.00

48044100.00

B.

I Bandaríkjunum (Marshalllán $ 1830327.41)

12231529.80

C.

Lausaskuldum:

Hjá Handelsbanken í Kaupmannahöfn

412180.00

Auknar innstæður ýmissa hjá sendiráðunum.

959241.83

Nefnd setuliðsviðskipta.

1725000.00

Víxillán hjá Tryggingastofnun ríkisins

1000000.00

- - Búnaðarbanka.

610000.00

- - Útvegsbanka

450000.00

Aukinn yfirdr. á hlaupar. í Landsbanka

10575910.19

– – Útvegsbanka.

656770.96

16389102.98

76664732.78

*) Upphæð þessi var lögð inn á hlr. í bönkunum í sérstöku augnamiði,

og í árslok 1948 stóðu þar eftir.

=7648298.15

Kr.

69016434.63

Sundurliðun á liðnum „veitt lán“ 1948: Þar ætla ég að lesa upp helztu upphæðirnar. Það er lán til Ræktunarsjóðs Íslands kr. 2.500.000.00, lán til Byggingarsjóðs í Búnaðarbanka kr. 4.899.785.70, lán til ýmissa fyrirtækja (Marshallfé) kr. 12.231.529.80, lán til útvegsmanna vegna síldveiða 1947 kr. 5.000.000.00, lán til Reykjavíkurbæjar vegna húsabygginga kr. 4.800.000.00, lán til Ísafjarðarkaupstaðar vegna húsabygginga kr. 200.000.00, lán til bygginga dieselrafstöðva kr. 250.000.00, lán til framkvæmda í Höfðakaupstað kr. 325.000.00, lán til bátasmíði innanlands kr. 851.627.97, lán til Tunnuverksmiðju ríkisins kr. 243.876.54, lán til Ferðaskrifstofu ríkisins kr. 202.000.00, lán til smjörkaupa kr. 1.468.704.93, lán til útflutnings á hrossum kr. 641.004.60, lán til hreinsun,ar Hvalfjarðar kr. 213.000.00, sem er nú víst vafasamt, hvar á að koma. Og svo eru ýmsar smærri upphæðir í þessari sundurliðun, sem ég hirði ekki að lesa.

Þá koma „veitt lán vegna ábyrgða“. Í þeirri sundurliðun eru stærstu liðirnir þessir: Hafnargerð á Skagaströnd kr. 176.523.53, Siglufjarðarkaupstaður — Skeiðsfossvirkjun — kr. 621.168.37, Siglufjarðarkaupstaður — Rauðka — kr. 101.340.00, Síldarverksmiðjur ríkisins kr. 43.881.22.16, Andakílsárvirkjun kr. 262.365.00, greiðslur vegna síldarútvegsins 1948 kr. 625.627.75, og svo eru nokkrar smærri greiðslur.

Í árslok 1948 voru skuldir ríkisins svo sem hér segir:

I.

Innlend lán

67798043.01

II.

Dönsk lán

4429894.91

III.

Lán í Bandar. (Marshalllán)

12231529.80

IV.

Erl. lán v/ ríkisfyrirtækja

648945.00

V.

Lausaskuldir

93253236.05

VI.

Geymt fé

20018181.01

Samtals kr.

198379829.78

Ég hirði ekki um að lesa sundurliðun á þessu, enda tel ég það ekki nauðsynlegt.

Skuldir ríkisins í árslok 1947 námu 130 millj. kr. Skuldirnar hafa því á árinu 1948 aukizt um 68 millj. kr. Af því er lán í Bandaríkjunum 12.2 millj. kr., sem ríkissjóður er aðili að, en lánað hefur verið aftur að mestu leyti til byggingar framleiðslutækja, er eiga að standa straum af láninu. Hin eiginlega skuldbinding er því um 56 millj. kr., sem gera má ráð fyrir, að ríkissjóður verði fyrst um sinn að leggja sér á herðar að mestu leyti, þótt ýmislegt af því eigi að teljast afturkræft.

Ég vil í þessu sambandi benda á, að skuldaaukningin er aðallega falin í lántökum innanlands. Skuldaaukningin erlendis er Marshalllánið, 12.2 millj., og yfirdráttarlán í dönskum banka, 412 þús. kr.

Með því, sem að framan er sagt, þykist ég hafa gert allýtarlega grein fyrir afkomu ársins 1948. Ég tel ástæðulaust að láta fylgja því frekari athugasemdir. Vegna þess að nú er nærri ár liðið frá því þessu fjárhagsári lauk, mun ég ekki rekja neinn samanburð á því og ástandi líðandi stundar, heldur víkja að því að gefa bráðabirgðayfirlit um fjárhagsafkomu þessa árs og ræða það viðhorf, sem nú er um afkomu ríkissjóðs og mestu varðar.

Nú liggja fyrir tölur um tekjur og gjöld ríkissjóðs á þessu ári fram til nóvemberloka. Af þeim má mikið ráða um afkomu ársins, og verður hér reynt að gera sér grein fyrir helztu atriðum.

Skattar. Gert er ráð fyrir, að tekju- og eignarskattur, ásamt tekjuskattsviðauka, verði á þessu ári um 47 millj. kr. og fari því um 7 millj. kr. fram úr áætlun. Stríðsgróðaskatturinn verður hins vegar ekki nema 4.8 millj. kr. eða 1.2 millj. kr. undir áætlun.

Tollar. Vörumagnstollurinn er búizt við að verði mjög nálægt áætlun. Verðtollurinn verður talsvert undir áætlun. Í nóvemberlok er þessi tollur aðeins 48 millj. kr. og nær sjáanlega ekki þeim 64 millj. kr., sem gert er ráð fyrir í fjárlögum. Er því gert ráð fyrir, að 10 millj. kr. skorti til þess að áætlunin standist.

Tekjur dýrtíðarsjóðs. Gert er ráð fyrir, að tekjur dýrtíðarsjóðs verði í samræmi við áætlun, nema söluskattur af bifreiðum. Sá skattur hefur brugðizt og verður aðeins 1.4 millj. kr., í stað 5 millj. kr.

Vöruleyfisgjöld eru áætluð 1.4 millj. kr., þegar frá hefur verið dreginn kostnaður við viðskipta- og verðlagsmál, sem er áætlaður 2.1 millj. kr. En þessi kostnaður er of lágt áætlaður, sem meðal annars má sjá af því, að hann varð 3.4 millj. kr. 1948.

Ríkisstofnanir. Í fjárl. eru tekjur af rekstri ríkisstofnana áætlaðar 70 millj., en útlit er fyrir, að þær komist a.m.k. upp í 75 millj. kr., og er aukningin aðallega hjá áfengisverzlun og tóbakseinkasölu.

Áætlað er nú, að tekjur ríkissjóðs á árinu 1949 verði sem hér segir:

1.

Tekju- og eignarskattur og tekjuskattsviðauki.

ca. kr.

47000000.00

2.

Stríðsgróðaskattur, ríkissjóðshluti

-

2400000.00

3.

Vörumagnstollur.

-

23000000.00

4.

Verðtollur.

ca. kr.

54000000.00

Þar af til dýrtíðarsjóðs.

-

12000000.00

-

42000000.00

5.

Innflutningsgjald af benzíni

-

9500000.00

6.

Gjald af innlendum tollvörum

-

6000000.00

7.

Fasteignaskattur.

-

600000.00

8.

Lestagjald af skipum

-

250000.00

9.

Bifreiðaskattur

-

3000000.00

10.

Aukatekjur

-

1800000.00

11.

Stimpilgjald

-

4500000.00

12.

Vitagjald

-

900000.00

13.

Leyfisbréfagjald.

-

100000.00

14.

Erfðafjárskattur.

-

300000.00

15.

Veitingaskattur.

-

2000000.00

16.

Útflutningsleyfisgjald

-

300000.00

17.

Tekjur dýrtíðarsjóðs samkvæmt lögum:

a.

Af tolltekjum.

kr.

12000000.00

b.

Söluskattur

-

36000000.00

c.

Leyfisgjald.

-

10500000.00

d.

Söluskattur bifreiða

-

1400000.00

ca. kr.

59900000.00

18.

Ríkisstofnanir

-

75000000.00

19.

Aðrar tekjur

-

2000000.00

kr.

280550000.00

Gjöldin áætlast eftir því, sem nú verður næst komizt:

7.

gr.

Vextir

áætlað kr.

7500000.00

8.

-

Forsetaembættið.

- -

350000.00

9.

-

Alþingiskostnaður

- -

2500000.00

10.

-

I. Ríkisstjórnin

- -

3800000.00

10.

-

II. Hagstofan

- _

300000.00

10.

-

III. Utanríkismál

- -

3000000.00

11.

-

A. Dómgæzla og lögreglustjórn

- -

12000000.00

11.

-

B. Opinbert eftirlit

- -

1000000.00

11.

-

C. Kostnaður við innheimtu tolla og skatta

- -

5750000.00

11.

-

D. Sameiginlegur kostnaður við embættisrekstur

- -

1300000.00

12.

-

Heilbrigðismál

- -

14000000.00

13.

-

A. Vegamál

- -

28000000.00

13.

-

B. Samgöngur á sjó

- -

5500000.00

13.

-

C. Vitamál og hafnargerðir

- -

7500000.00

13.

-

D. Flugmál

- -

2250000.00

14.

-

A. Kirkjumál

- -

3500000.00

14.

-

B. Kennslumál

- -

30000000.00

15.

-

A. Til opinberra safna o. fl.

- -

2600000.00

15.

-

B. Til rannsókna í opinbera þágu

- -

3500000.00

16.

-

A. Landbúnaðarmál

- _

21500000.00

16.

-

B. Sjávarútvegsmál

- -

1200000.00

16.

-

C. Iðnaðarmál

- -

750000.00

16.

-

D. Raforkumál

- -

5000000.00

17.

-

Félagsmál

- -

25000000.00

18.

-

Eftirlaun o.fl.

- -

6000000.00

19.

-

1. Til dýrtíðarráðstafana.

- -

70000000.00

19.

-

2. Til stuðnings bátaútveginum

- -

7000000.00

19.

-

3. Óviss útgjöld

- -

2000000.00

Greiðsla samkvæmt heimildarlögum, sérstökum lögum og væntanlegum

fjáraukalögum

- -

7000000.00

ca. kr.

279300000.00

Áætlun þessi er gerð samkvæmt því, sem

Freðfiskur:

tekjur og gjöld hafa reynzt til nóvemberloka,

Fyrir seldan fisk

ca

15,8 millj. kr.

og bætt við því, sem líklegt er, að enn sé ógreitt,

Fyrir óseldan fisk

-

2,6 millj. kr.

það sem eftir er ársins. Áætlunin gerir ráð fyrir

Geymslukostnaður

-

1,6 millj. kr.

umframgreiðslum á flestum gjaldaliðum, en

á þessu stigi er ekki auðvelt, enda tilgangslítið,

Samtals

20 millj. kr.

að gera nánari grein fyrir yfirgreiðslum í ein-

Ísvarinn fiskur (bátafiskur) :

stökum atriðum.

Fyrir seldan fisk .

2,5 millj. kr.

Dýrtíðarráðstafanir. Erfitt er enn sem komið

er að ákveða, hve miklu. dýrtíðarsjóðsgreiðslurnar

Samtals

2,5 millj. kr.

muni nema, og getur áætlun þeirra

Saltfiskur:

gjalda ekki orðið nákvæm. Útgjöldin eru áætluð

Fyrir seldan og óseldan fisk ca.

5,9 millj. kr.

að nemi:

Rýrnun

3,1 millj. kr.

1. Til verðlækkunar innanlands 33,5 millj. kr.

2. Vegna fiskábyrgðar 32,0 millj. kr.

Samtals

9 millj. kr.

3. Lækkun kostnaðar við framleiðslu sjávarafurða

Uppbætur samtals áætlað:

(5. gr. 1. nr. 100 1948) 5,0 millj. kr.

Freðfiskur

20 millj. kr.

Ísvarinn fiskur

2,5 millj, kr.

Saltfiskur

9 millj. kr.

70,5 millj. kr.

Tunnufiskur

0,2 millj. kr.

eða um 7 millj. fram yfir áætlun.

Greiðsla vegna fiskábyrgðar sundurliðast

Samtals

31,7 millj. kr.

Auk þess er krafa vegna umboðslauna frá Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda, sem nemur um 2 millj. kr. fyrir árin 1947–49.

Á 19. gr. var veitt 6,5 millj. kr. „til stuðnings bátaútveginum vegna veiðibrests 1948“. Yfirgreiðsla á þessum lið verður um 500 þús. kr.

Af greiðslum samkvæmt heimildarlögum, 4,3 millj. kr., er hæst fjárhæðin til síldarverksmiðjanna, 3,3 millj. kr., til greiðslu á tapi vegna Hvalfjarðarsíldar 1947–1948.

Niðurstaðan á rekstrartekjum og rekstrargjöldum ríkissjóðs, samkvæmt áðurnefndum áætlunum, er sú, að reksturinn stendur alveg í járnum. Er þá eftir að athuga greiðslujöfnuðinn í sambandi við tekjur og gjöld á 20. gr. Um þau útgjöld er þetta að segja:

Í nóvemberlok höfðu verið greiddar um 14,8 millj. í afborganir af föstum lánum, en fjárl. gera ráð fyrir 16,5 millj. kr. í þessu skyni. Hér er um fastákveðnar greiðslur að ræða, og verður því ekki komizt hjá að reikna með því, að enn séu ógreiddar 11/2 millj. kr. í afborganir. Vegna ábyrgða ríkissjóðs hefur þegar af illri nauðsyn verið greitt 4,2 millj. kr. Má búast við, að þessi liður verði ekki undir 4,5 millj. kr. Sundurliðast hann þannig:

Síldarverksmiðjur ríkisins .... kr. 1.541.750.00

Siglufj.kaupst. vegna rafveitu — 722.939.00

Siglufj.kaupst. vegna Rauðku .. - 304.480.00

Gr. v. Búðaness h/f Stykkish. . . - 400.000.00

Byggingarsamvinnufél. Ólafsv. — 2.960.00

Andakílsárvirkjunin .... ... — 618.690.00 H/f Ísborg,

Kaldrananeshreppi — 69.160.00

Vegna hafnargerða ýmissa bæjarfélaga .................... — 559.523.00

Kr. 4.219.502.00

Til bygginga á jörðum ríkisins hefur verið greitt kr. 240.000.00, og fer sá liður líklega um 50 þús. kr. fram úr áætlun.

Til byggingar varðskips renna sjálfsagt þær 2 millj. kr., sem áætlaðar eru, enda mestur hluti þeirra þegar greiddur.

Fjárveitingin til ríkisspítalanna má helta fullnotuð, og sama er að segja um fjárveitingu til vitabygginga. Til flugvallargerða hefur verið greitt kr. 830 þús., en ætla má, að fjárveitingin verði fullnotuð. Til skólabygginga o.fl. hefur verið greidd 1 millj. kr. af 1,4 millj. kr. í fjárveitingu, og er ekki við að búast, að neitt sparist af fjárveitingu þessari. Fjárveitingar til bygginga á tilraunastöðvum verða sennilega notaðar að fullu, en helmingur þeirra er þegar greiddur. Greiðslur vegna bygginga á prestssetrum hafa þegar farið 60 þús. kr. fram úr fjárveitingu.

Fjárveitingin til byggingar farþegaskýlis vegna tolleftirlits verður notuð öll og enn fremur fjárveitingin til byggingar héraðsdómarabústaða.

Í stuttu máli sagt, þær 31 millj. kr., sem gjaldahlið 20. gr. fjárl. gerir ráð fyrir í ár, koma allar til gjalda, en auk þeirra hafa verið greiddar 180 þús. kr. til viðbótar við Arnarhvál og kr. 950 þús. til þess að ljúka byggingu þjóðminjasafns, kr. 350 þús. til byggingar landshafnar í Njarðvík og kr. 230 þús. til tilraunastöðvar á Skriðuklaustri.

Enn fremur hefur ríkissjóður þegar veitt og innt af hendi lán að fjárhæð rúmlega kr. 8 millj., og eru stærstu liðirnir vegna smíði 10 togara í Bretlandi og vegna smjörkaupa.

Áætlað er, að 20. gr. komi þannig út:

773 dálkur

1. Greiðslur samkv. fjárlögum .. 31 millj.

2. Umframgreiðslur ....................2

3. Veitt lán .................................8 –

41 millj.

4. Tekjur ................................ 5 millj.

36 millj.

Ef þessi áætlun stenzt, sem að framan er lýst, þá verður sjóðsyfirlit þannig:

Inn Út

Rekstrartekjur ...... 280 millj.

Tekjur á 20. gr. .... 5 –

Rekstrargjöld ....... 279 millj.

Gjöld á 20. gr. ...... 41 –

-Greiðsluhalli ........ 35 –

320 millj. 320 millj.

Af þessum greiðsluhalla er, eins og áður er sagt, 8 millj. í veittum lánum á árinu. Þessi. lán eru svo sem hér segir:

Til dieselrafstöðva .. ....... 360.000.00

Til framkvæmda í Höfðakaupstað. 100.000.00

Embættislán .. . ........... 47.300.00

Bráðabirgðalán erlendis . ...... 53.856.00

Til bátabygginga innanlands ........ 395.000.00

Vegna smíði 10 togara . . . . . .. 2.899.675.00

Vegna smjörkaupa ....... ........ 2.809.832.00

Vegna lýsisherzluverksmiðju ....... 496.297.00

Hreinsun Hvalfjarðar ................... 100.000.00

Vegna tunnuverksmiðja ríkisins … 146.273.00

Vegna viðgerðar á Sævari . . . . . .288.386.00

Vegna tjóns af hernaðarvöldum .... 95.817.00

Ýmsar fyrirframgreiðslur ............. 404.818.00

8.197.254.00

Eins og þessi skrá ber með sér, eru endurgreiðslur á mörgum liðum mjög vafasamar, þótt ekki sé hægt að taka þær inn í rekstrargjöld ríkissjóðs, fyrr en afgert er, að fjárhæðirnar fáist ekki endurgreiddar.

Greiðsluhalli. Greiðsluhalli ríkissjóðs á þessu ári samkvæmt ofanrituðu verður að áætlast 35 millj. kr. Til þess að mæta þessum halla hafa verið tekin föst lán að upphæð 13 millj. kr. Þarf þá enn að auka skuldir ríkissjóðs um 22 millj. til þess að standa undir öllum útgjöldum ársins.

Það, sem athyglisvert er um afkomu þessa árs fyrir utan þá alvarlegu fjárhagserfiðleika, sem yfirlitið bendir til, er sú staðreynd, að nú í fyrsta sinn í mörg ár hafa tekjurnar reynzt lægri, en áætlun fjárlaga. Þetta sýnir betur en flest annað, að útfallið er byrjað og tekjustofnarnir standa ekki lengur á jafntraustum grunni og áður.

Að endingu skal ég taka fram, að í þeim gjöldum, sem hér hafa verið áætluð fyrir allt árið, hefur verið gert ráð fyrir uppbótum á laun embættismanna samkvæmt þingsályktun frá 18. maí 1949, að viðbættri 1 millj., sem greitt hefur verið umfram, eða samtals 5 millj. Fjárlagafrumvarpið 1950. Ég kem þá að þriðja höfuðkafla þessarar greinargerðar, sem fjallar um frv. til fjárl. fyrir árið 1950. Frv. þetta er samið og lagt fram af fyrrv. fjmrh. og túlkar því að sjálfsögðu í höfuðatriðum stefnu fyrrv. stj. um afgreiðslu fjárl. Ég hef ekki hugsað mér á þessu stigi að gera aths. eða breyt. við einstakar gr. frv. og mun því skýra það á venjulegan hátt, eins og það liggur fyrir. Hins vegar mun ég síðar, ef fyrir mér liggur að hafa frekari afskipti af því, koma fram með breyt. á því, í samvinnu við fjvn. eða á annan hátt, meðan frv. liggur fyrir þinginu. Stefnu ríkisstj. um afgreiðslu fjárl. mun ég gera grein fyrir í stórum dráttum í niðurlagi þessarar ræðu.

Rekstrartekjur ríkissjóðs á árinu eru áætlaðar 263 millj. á móti 284 millj. í fjárl. þessa árs, eða um 21 millj. lægri. Rekstrargjöld eru áætluð 226 millj. í stað 256 millj. á þessu ári. Mismunurinn er um 30 millj. Rekstrarafgangur er áætlaður 37,7 millj., en greiðsluafgangur á sjóðreikningi 4,5 millj. Sú lækkun, sem fram kemur á tekjunum, stafar af lækkun tekna af sköttum og tollum, nákvæmlega 20 millj., og er mismunurinn aðallega fólginn í því, að nokkrir liðir af tekjum dýrtíðarsjóðs árið 1949 eru ekki teknir upp í frv. (15,2 millj.), enn fremur, að áætlun um verðtollstekjur hefur lækkað um 6 millj. Lækkun gjaldanna stafar aðallega frá lækkun á 19. gr., óviss útgjöld (dýrtíðarráðstafanir), sem hefur lækkað um 37 millj. Hins vegar hafa ýmsir aðrir gjaldaliðir hækkað, og mun ég koma að því síðar.

Lækkun á útgjöldum til dýrtíðarráðstafana er eðlileg afleiðing þeirrar óvissu, er enn ríkir um lausn þessara mála, og fjárþörfin til slíkra ráðstafana fer eftir þeim ráðstöfunum, sem Alþingi kann að gera.

Um tekjubálk frv. er þetta að segja í aðaldráttum:

Skattar. Gert er ráð fyrir, að tekju- og eignarskattur ásamt tekjuskattsviðauka muni á þessu ári reynast samtals um 47 millj. Skattar af hátekjum hafa farið stöðugt minnkandi, sem stafar af erfðri afkomu sjávarútvegsins og lækkandi tekjum í verzlun og iðnaði. Mjög er farið að bera á því, að innheimta skattanna er nú erfiðari en áður, og má í því efni benda á, að greiddir skattar í nóvemberlok þessa árs eru 10 millj. lægri, en á sama tíma í fyrra. Hefur ekki þátt fært að áætla þessa skatta hærra en 40 millj., eins og nú er í fjárl., og má þó búast við, að það sé fullhátt.

Álagður stríðsgróðaskattur á þessu ári hefur orðið minni en áætlaður var, og þess vegna hefur ekki verið talið fært að áætla hlut ríkissjóðs á næsta ári meira en 2 millj. kr.

Tollar. Verðtollurinn er stærsti tekjuliður ríkissjóðs. Hefur hann á þessu ári brugðizt mjög verulega, svo að nú er gert ráð fyrir, að hann muni reynast 10 millj. lægri, en áætlað var. Stafar þetta af miklum samdrætti í innflutningi þeirra vara, sem verðtollur er aðallega greiddur af. Það hefur því ekki þótt annað fært en að lækka nokkuð áætlun um tekjur af þessum lið á næsta ári. Það er þó alveg komið undir gjaldeyrisástandinu og flokkun þessa innflutnings, hvort áætlunin, 58 millj., fær staðizt.

Vörumagnstollurinn hefur reynzt öruggari og mun á þessu ári standast áætlun. Hefur því þótt fært að áætla hann 23 millj., eins og hann verður þetta ár.

Gjald af innlendum hollvörutegundum hefur verið hækkað um 1,5 millj. í samræmi við reynslu þessa árs, en sú áætlun stenzt því aðeins, að þau fyrirtæki, sem tollurinn hvílir á, fái nægileg hráefni til starfrækslu sinnar. Að öðru leyti eru áætlaðar tekjur líkt og er í fjárl. þessa árs, nema bifreiðaskattur og veitingaskattur eru báðir hækkaðir. Er þó vafasamt, hvort þessar hækkanir fá staðizt, þegar litið er á útkomu þessara skatta á þessu ári.

Tekjur af ríkisstofnunum. Tekjur af ríkisstofnunum hafa verið lækkaðar í heild um nálega 2 millj. frá áætlun gildandi fjárl. Landssíminn er eina stofnunin, sem gert er ráð fyrir, að skili auknum hagnaði. Rekstrarhagnaður áfengisverzlunarinnar hefur verið áætlaður um 3 millj. lægri en nú. Ekki er gert ráð fyrir, að póstsjóður sé rekinn með halla, en vafamál má það þó teljast, þar sem búizt er við miklum halla af rekstri póstsins á þessu ári.

Að öðru leyti vísast til skýringa, sem fylgja tekjubálkafrv.

Um gjaldabálk frv. er þetta að segja:

7. gr. Vextir af lánum ríkissjóðs eru áætlaðir tæpum 2 millj. kr. hærri en í núgildandi fjárl. Stafar þetta af því, að föst innlend lán hafa aukizt á árinu og allmikill hluti af dollaraláninu frá 1948 kom fyrst til útborgunar á þessu ári, og voru því ekki áætlaðir vextir af þeim hluta lánsins, þegar gengið var frá fjárl. fyrir árið í ár. Vextir af lausaskuldum eru hins vegar áætlaðir jafnháir sem í ár, og mun sízt af veita.

10. gr. Kostnaður við stjórnarráðið er áætlaður nokkru hærri, en í ár, vegna fjölgunar starfsfólks og aldurshækkana á laun, kostnaður við utanríkismál hækkar einnig nokkuð, og munar þar miklu um gengishækkun þá á dollar, sem varð gagnvart krónunni í haust, en hún orsakar hærra framlag í íslenzkum krónum til sendiráðanna í Washington og Moskvu.

11. gr. A. Margir liðir þessarar gr. hækka lítils háttar, en aðrir standa í stað. Aðalhækkunin er áætluð um kostnað við landhelgisgæzlu, kr. 280.000,00, en alls er gr. um 450 þús. kr. hærri, en núgildandi fjárl.

11. gr. B. Þótt niðurstöðutala gr. sé ekki miklu hærri í frv. en núgildandi fjárl., er þó kostnaðurinn á henni áætlaður miklu hærri, einkum kostnaður við fjárhagsráð, viðskiptanefnd og skömmtunarskrifstofu, enda var sá kostnaður allt of lágt áætlaður í fjárl. Nú er gert ráð fyrir, að öll vöruleyfisgjöldin gangi til greiðslu þessa kostnaðar, og er vafamál, að þau hrökkvi til.

11. gr. C. Kostnaður við innheimtu tolla og skatta hækkar töluvert. Hann er of lágt áætlaður í fjárl., enda lægri en hann var í fjárlfrv. fyrir árið 1949, sem þó mun varla hafa áætlað kostnaðinn nógu háan.

12. gr. Kostnaðurinn við heilbrigðismál er nokkru hærri í frv. en í núgildandi fjárl., og munar þar mestu um styrk til sjúkra manna og örkumla samkvæmt l. nr. 78 1936, sem er áætlaður 350 þús. hærri, en í ár. Hins vegar er reikningsskekkja í niðurstöðutölu gr., og á hún að vera 450 þús. kr. hærri en í frv. stendur. Þetta hefur áhrif á yfirlitið og rekstrarafganginn.

13. gr. A. Frv. leggur til, að veittar verði jafnháar fjárhæðir til nýrra akvega. og til viðhalds þjóðvegum sem í ár. Til brúargerða 1.283 þús. lægri fjárhæð, en annars er gr. svo til óbreytt.

13. gr. B. Styrkur til flóabáta og vöruflutninga er lækkaður frá núgildandi fjárl., enda er nú skipakostur ríkisins svo góður við strandferðir, að ekki virðist þurfa að styrkja flóabátaferðir svo mikið sem undanfarið.

13. gr. C. Greinin er áætluð tæpum 1,9 millj. kr. lægri en í fjárl., og stafar það af því, að frv. veitir ekki nema 250 þús. kr. til áhaldakaupa móti 500 þús. kr. í ár. Til hafnarbátasjóðs er ekki áætlað meira en lögboðna framlagið, 300 þús. kr., í stað 1.500 þús. kr. í ár, og framlag til ferjuhafna, 410 þús. kr., er fellt niður.

13. gr. D. Kostnaður við flugmál er áætlaður svipaður sem í ár, en á móti þessum kostnaði koma tekjur af flugvöllum og endurgreiðslur erlendis frá.

14. gr. B. Kostnaður við skólana er yfirleitt áætlaður nokkru hærri, en í núgildandi fjárl., og stafar það að miklu leyti af hækkandi verðlagi almennt.

Hluti ríkissjóðs af kostnaði við héraðs- og gagnfræðaskóla er nú áætlaður 5,45 millj. í stað 3,2 millj. í fyrra, en þá áætlaði fræðslumálastjórnin þennan kostnað allt of lágt. Veldur þetta mestu um hækkun á gr., sem er um 3,5 millj. hærri, en í núgildandi fjárl.

16. gr. A. Jarðræktarstyrkirnir eru áætlaðir nokkru hærri, en í núgildandi fjárl., en aðalhækkunin á þessari gr. er 1,5 millj. kr., sem kostnaður við sauðfjárveikivarnir er áætlaður hærri, en í ár. Eru fjárskiptabæturnar ráðgerðar um 2,2 millj. hærri á næsta ári, en hins vegar nokkrir aðrir kostnaðarliðir sauðfjárveikivarnanna felldir niður eða lækkaðir.

19. gr. Um 19. gr. er það að segja, að á þessa gr. er aðeins tekin væntanleg greiðsla vegna verðlækkunar á vörum innanlands, 33,5 millj., eins og sú framkvæmd hefur kostað á þessu ári, svo sem hér segir:

1. Verðlækkun á kjöti ................... 7 millj.

2. Kjötuppbætur til framleiðenda .. 6,5 –

3. Verðlækkun á mjólk ................. 5,5 –

4. Verðlækkun á smjöri ................ 8,5 –

5. Verðlækkun á smjörlíki ........ ….3,3 –

6. Verðlækkun á saltfiski .............. 0,7–

7. Verðlækkun á kartöflum ............. 2 –

Samtals 33,5 millj.

Eins og hag ríkissjóðs er nú komið, er sýnilegt, að finna þurfi aðrar leiðir, en greiðslur úr ríkissjóði, til að tryggja hallalausan rekstur sjávarútvegsins á næsta ári, og þess vegna er ekki gert ráð fyrir útgjöldum í frv. í þessu skyni.

Hér er aðeins nefnt hið helzta, sem á milli ber, er fjárlfrv. fyrir árið 1950 er borið saman við núgildandi fjárl., en ýmsar nánari upplýsingar eru í aths. við frv., og vísast til þeirra til frekari skýringa.

Til viðbótar því, sem þegar hefur verið sagt, þykir mér rétt að gera nokkra grein fyrir framkvæmdum, sem ríkissjóður hefur haft forgöngu um og annazt fjárreiður. Á ég þar við togarakaupin, kaup á Svíþjóðarbátum og byggingu báta innanlands.

Togarakaupin. Eins og kunnugt er, lét ríkissjóður árið 1945–46 smíða 32 togara í Bretlandi, sem síðan voru seldir hér innanlands til útgerðarfélaga og bæjarfélaga. Til þess að veita hagkvæm lán út á þessi skip og aðrar nýbyggingar var stofnlánadeildin sett á stofn með 100 millj. kr. stofnfé. Enn þá hafa þessi kaup ekki verið gerð upp til fulls, og nokkur hluti þeirra er enn þungur baggi á ríkissjóði, vegna þess að 7 togarar gátu ekki fengið lán úr stofnlánadeildinni, og þurfti ríkissjóður því að taka að sér þessi lán og skuldar nú í Landsbankanum á sérstökum reikningi 171/2 millj. kr., sem hann verður að greiða 7% vexti af, en fær ekki nema 21/2% vexti af lánunum frá kaupendum skipanna. Eins og kunnugt er, stendur ríkissjóður í ábyrgð fyrir skipunum gagnvart stofnlánadeildinni og verður að mæta vanskilum, ef einhver verða.

Nú mun verða gerð gangskör að því að fá þessi viðskipti gerð upp og færð úr bókum ríkissjóðs. Ríkissjóður á erfitt með, eins og nú standa sakir, að taka að sér lánveitingar í stórum stíl vegna byggingar togaranna og fiskibátanna, og verður því að finna viðunandi lausn á því máli. Auk þess er hér um að ræða mikla hækkun á vaxtabyrði ríkissjóðs vegna þessara lána, sem nemur 600–700 þús. kr. á ári.

Um hin síðari togarakaup ríkissjóðs er það að segja, að ríkissjóður hefur þegar lagt út þeirra vegna 3,6 millj. kr., sem skuldað er á sérstökum reikningi í Landsbankanum. Útlit er fyrir, að ríkissjóður verði að leggja fram mikið fé vegna þessara kaupa, og verður ekki hjá því komizt að leysa ríkissjóðinn undan þeirri kvöð með einhverjum hætti.

Kaup Svíþjóðarbátanna. Þessum viðskiptum er ekki lokið enn. Af skipum þeim, er keypt voru, eru 4 enn óuppgerð við ríkissjóð, og hefur hann í þeim bundið fé, er nemur 2 millj. kr.

13 bátar fengu ekki lán úr stofnlánadeild, og neyddist ríkissjóður til að lána þessum bátum gegn stofnlánsskuldabréfum 7,4 millj., sem geymd eru í Landsbankanum, en bankinn hefur ekki veitt lán út á. Er þetta því bein greiðsla úr ríkissjóði, sem aukið hefur lausaskuldir hans, og verður hann að greiða af þessu fé talsvert hærri vexti en hann fær frá kaupendum bátanna. Er sá mismunur um 100 þús. kr.

Auk þess nema eftirstöðvar ógreiddar af ýmsum bátum 257 þús. kr.

Bátasmíðin innanlands. Á árinu 1945 var samið um smíði á 26 vélbátum innanlands af mismunandi stærðum. Bátarnir eru allir seldir, en af þeim eru ekki fullgerðir og afhentir nema 16 bátar. Vegna þessarar bátasmíði og vélakaupa er nú skuld við ríkissjóð, er nemur 6 millj. kr.

Enn er óséð, hvernig ríkissjóður sleppur frá þessum framkvæmdum. Hann hefur neyðzt til þess að taka víxla frá kaupendum sem greiðslu á 2,5 millj. kr., og má telja vafasamt, hversu mikið innheimtist af þeirri fjárhæð.

Ekki verður neitt fullyrt um það nú, hvort þær 6 millj., sem bundnar eru í bátum, sem óafhentir eru, og óseldum aflvélum, fást að fullu greiddar. Má vafalaust búast við einhverjum vanhöldum. Um það er ekki heldur hægt að segja, hvort nægileg lán fást út á bátana, svo að ríkissjóður fái endurgreitt það, sem hann hefur lagt út.

Ríkisábyrgðir. Ábyrgðir hlaðast stöðugt á ríkissjóðinn vegna margvíslegra lagaheimilda og ályktana Alþingis. Sumar þessara ábyrgðarheimilda, svo sem ábyrgðir til byggingarsamvinnufélaga, eru ótímabundnar, og engin tímatakmörk sett um heildarfjárhæð þá, sem ríkissjóður má taka að sér í sambandi við þessar framkvæmdir. Vegna þess, hvað ríkissjóði er heimilað að ábyrgjast mikinn hluta af kostnaðarverði húsanna, hefur myndazt afar mikil eftirspurn um lánsfé í þessu skyni. Núverandi ábyrgðir vegna byggingarsamvinnufélaganna nema 47 millj. kr.

Ábyrgðir vegna hafnarframkvæmda eru nú 40 millj. kr. Vegna nokkurra þessara ábyrgða hefur ríkissjóður orðið að greiða á þessu ári um 1/2 millj. kr.

Ábyrgðir vegna raforkuframkvæmda sveitar- og bæjarfélaga nema nú 51 millj. kr. Eins og áður er greint, verður ríkissjóður að greiða talsvert fé vegna vangreiðslu tveggja virkjana, en að öðru leyti hefur ekki enn komið til alvarlegra vanskila. Á það hlýtur að verða lögð megináherzla af hálfu ríkissjóðs, að sveitar- og bæjarfélög, sem fengið hafa ríkisábyrgð fyrir virkjunum sínum, sjái um, að reksturinn sé látinn bera sig.

Ríkisábyrgðir nema nú samtals í lok þessa árs 329 millj. kr., og er það 12 millj. kr. hærra, en í árslok 1948.

Þriggja ára greiðsluhalli. Undanfarin þrjú ár hefur greiðsluhalli fjárl. verið sem hér segir:

1947 .......................... 71 millj. kr.

1948 ..... ................... 69 — –

1949 (áætlað) ............35 — –

Samtals 175 millj. kr.

Þessi hallarekstur, gífurlegur á íslenzkan mælikvarða, ógnar öllu fjárhagskerfi landsins og bindur í stöðugt vaxandi mæli hið raunverulega rekstrarfé atvinnuveganna. Auk þess stofnar þessi stöðugi greiðsluhalli frá ári til árs fjármálum ríkisins í yfirvofandi hættu. Ég segi það í fullri alvöru og af óhagganlegri sannfæringu, fyllilega meðvitandi þeirrar ábyrgðar, sem á mér hvílir, að verði nú ekki stungið við fótum og þessi þróun stöðvuð, þá verður þess ekki langt að bíða, að þetta litla land brjóti skip sitt á þeim boðum, sem fram undan rísa.

Alþingi og þjóðin öll hefur undanfarin ár stjórnað málum sínum af meiri bjartsýni og minni varúð, en efni stóðu til. Landsmenn hafa af miklum stórhug aukið tækni sína og framleiðsluhæfni til lands og sjávar. En jafnframt hafa allar stéttir þjóðfélagsins aukið svo kröfurnar um lífskjörin, að sú atvinnutækni, sem landsmenn hafa verið að byggja upp, fær ekki staðið undir kröfum þeirra sjálfra. Af þessum sökum er nú öll útflutningsframleiðsla landsins orðin óarðberandi.

Við þetta bætist svo sú staðreynd, sem ekki fær lengur dulizt, að þjóðin hefur af bjartsýni sinni reist sér hurðarásinn um öxl í framkvæmdum og uppbyggingu. Hún hefur færzt of mikið í fang á of skömmum tíma. Hún hefur ráðizt í framkvæmdirnar án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því, hvort stakkurinn hæfði vextinum.

Of mikil fjárfesting á of skömmum tíma. Fjárfesting þjóðarinnar undanfarin ár og allt til þessa dags hefur verið gífurlega mikil í samanburði við efnahag hennar. Talið er, að nettó fjárfesting (viðhald ekki talið) í hlutfalli við þjóðartekjur hafi verið

1947 .............. 35% af þjóðartekjunum

1948 .............. 28% — –

Til samanburðar á nettó fjárfestingu hér og í nokkrum nágrannalöndum vorum, skal ég taka þetta fram:

Hundraðshluti þjóðartekna 1938 1947 1948

Ísland ................ 13 5 28

Noregur .............. 15 24 22

Danmörk ............ 8 11 11

Holland .............. 10 12 11

Svíþjóð ................ 9 13 10

Bretland ......... .. 8 9 9

Athugun hefur verið gerð á því, hversu mikill hluti fjárfestingarinnar stafi af beinum framkvæmdum ríkisvaldsins, og er hún þannig:

1947 97 millj. kr., 18% af heildarfjárfestingu

1948 79 — — 19% — –

1949 67 — — 18% — –

Á undanförnum árum hafa Íslendingar að líkindum varið miklu stærri hluta af þjóðartekjum til fjárfestingar, en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Það eru mjög ákveðin takmörk fyrir því, hversu þjóðin getur gengið langt í því efni án þess að komast í erfiðleika, ef fjárfestingin er ekki greidd með utanaðkomandi fé. Ef fjárfestingin fer yfir eðlileg takmörk, verður þurrð á neyzluvörum, en rekstrarfé þjóðarinnar festist í framkvæmdunum.

Fjárfestingin er nú orðin svo þungur baggi á þjóðinni, að hún getur ekki lengur undir honum risið. Með sama áframhaldi vofir yfir, að fjárhagskerfið gliðni sundur undan þunganum, enda ber fjárhagsástand ríkissjóðs þess greinilega merki. Áhrif fjárfestingarinnar koma fram í sívaxandi kröfum á hendur ríkissjóði um fjárframlög og ábyrgðir, en afleiðingin er aukning lausaskulda ríkisins og vaxandi útlán bankanna. Of mikil fjárfesting í landinu á skömmum tíma er beint og óbeint meginástæðan fyrir greiðsluhalla ríkissjóðs síðustu árin, og hún á sinn öfluga þátt í vaxandi verðbólgu í landinu.

Þjóðin verður að sníða sér stakk eftir vexti í þessum efnum sem öðrum. Fyrsta skrefið til að ná eðlilegu jafnvægi í þessum málum er, að Alþingi og framkvæmdavaldið geri nú þegar ráðstafanir til þess að halda fjárfestingu. ríkisins og opinberra aðila innan þeirra takmarka, sem sparnaður þjóðarinnar og efnahagur segir til um á hverjum tíma.

Það, sem nú kallar mest að, er að ljúka því, sem þjóðin hefur færzt í fang, svo að full nýting fáist af þeim miklu verðmætum, sem nú eru í smíðum og ófullgerð eru að meira eða minna leyti. Mistökin, sem gerð hafa verið, eru þau, eins og ég gat um áður, að of mikið hefur verið ráðizt í, á of skömmum tíma.

Lausaskuldir ríkisins. Lausaskuldir ríkisins, eins og þær eru nú, eru fullkomið áhyggjuefni. Við þær bætast svo lausaskuldir ríkisfyrirtækja, sérstaklega síldarverksmiðjanna, sem nema tugum milljóna króna. Þessar skuldir leggjast með miklum þunga á lánsstofnanir landsins, sérstaklega á Landsbankann, og valda nú þegar erfiðleikum á að halda uppi eðlilegri lánastarfsemi til atvinnuveganna. ríkið sjálft skuldar nú Landsbankanum bráðabirgðalán á ýmsum reikningum, er nemur yfir 100 millj. kr. Má þar til nefna yfirdrátt, sem nú stendur í 55–60 millj. kr., fiskábyrgðarreikningur 8 millj. kr., verðuppbætur á útflutningsvörur og aðstoð við síldarútveginn 10 millj. kr., toganakaup ríkisins (eldri) 18 millj. kr. og fleira, sem ég hirði ekki að telja upp.

Óhjákvæmilegt er að gera sér ljósa þá staðreynd, að annaðhvort verður að gerast, að greiða þessar lausaskuldir eða koma þeim öllum í samningsbundið form á einn veg eða annan.

Jafnframt því, sem ríkissjóður hefur safnað lausaskuldum í stórum stíl, hefur hann sjálfur gerzt lánveitandi. Það hefur að vísu oft orsakazt af illri nauðsyn, en einnig að talsverðu leyti vegna beinnar tilhlutunar Alþingis. Má í þessu sambandi nefna togarakaupin og bátakaupin. Enn fremur síldarverksmiðjur ríkisins, sem ríkissjóður hefur orðið að veita lán 1948 og 1949, er nemur um 6 millj. kr. Stafar þetta af erfiðleikum verksmiðjanna vegna nýbygginga, sem urðu eins og kunnugt er óhemjulega dýrar. Verksmiðjurnar skulda af þessum sökum í Landsbankanum 18 millj. kr., eins og áður er sagt, sem er óumsamin skuld og háir vextir eru greiddir af. Það er verkefni, sem ekki verður komizt hjá að leysa, að koma öllum byggingarskuldum verksmiðjanna á fastan grundvöll. Líkt stendur á með önnur fyrirtæki, sem ríkissjóður ber ábyrgð á. Er brýn og aðkallandi nauðsyn að fá hreint borð í þessum efnum, en sé ekki látið reka á reiðanum.

Ríkissjóður mun á þessu ári greiða yfir 70 millj. kr. í dýrtíðarráðstafanir, eins og áður er sagt. Af því eru 32 millj. kr. vegna fiskábyrgðarinnar, til þess að tryggja rekstur bátaflotans á þessu ári. En vegna vaxandi verðþenslu á árinu stöndum vér nú andspænis þeirri staðreynd, að til þess að tryggja rekstur bátaflotans með ríkisframlagi á næsta ári, þyrfti meira en að tvöfalda framlag þessa árs. Þetta sýnir aðeins, hversu geigvænlegt öngþveitið er, sem styrkjastefnan er að leiða þjóðina út í. ríkissjóður hefur ekkert bolmagn til þess að bera þessa byrði, og ég þekki engar venjulegar skattaleiðir til að afla fjár í þessi útgjöld.

Ósamræmið í efnahagsmálum þjóðarinnar er orðið svo mikið, að efnahagskerfl landsins hefur ekki lengur þol til að standa gegn því, að allt hallist nú á ógæfuhliðina, ef haldið er áfram á þeirri braut, sem undanfarið hefur verið gengin. Ekkert annað, en róttækar ráðstafanir til þess að jafnvægi komist á í efnahagsmálum landsins getur leyst vandann. Stefna löggjafarvaldsins í fjármálum og í afgreiðslu fjárlaga leggur að verulegu leyti grundvöllinn að því ástandi, sem ríkjandi er á hverjum tíma í atvinnu- og fjármálum þjóðarinnar. Ástandið í efnahagsmálunum byggist því fyrst og fremst á aðgerðum Alþingis.

Vegna þeirrar stefnu í fjármálum, sem Alþingi hefur aðhyllzt undanfarin ár, hefur reynslan orðið sú, að skattabyrði landsmanna hefur aukizt ár frá ári. Nýir skattar og tollar hafa verið lagðir á til þess að standa undir stöðugt hækkandi gjöldum ríkissjóðs vegna verðþenslu innanlands og vaxandi styrktarframlaga til atvinnuveganna. Þetta er eins og margt annað á rangri leið. Mörgum hættir við að álykta, að skattarnir gefi ríkissjóði því meiri tekjur, sem þeir eru hærri. Þetta er rangt að því leyti, að óeðlilega háir skattar, eins og hér eru nú, geta orðið að átumeini í þjóðfélaginu, sem tærir þann stofninn, er allt hvílir á, framleiðslu þjóðarinnar og efnahagsstarfsemi. Ef skattarnir svipta atvinnureksturinn öllum möguleikum til að bera nokkuð úr býtum til viðgangs og framtaks, þá hverfur smátt og smátt hvötin til framsóknar og atvinnurekstrinum hrakar. Það hlýtur því að verða einn þátturinn í uppbyggingu heilbrigðs efnahagsástands, að komið sé á skynsamlegu skattakerfi, er ekki stendur atvinnuvegunum fyrir þrifum.

Eins og nú er komið hag ríkisins og vegna þeirrar verðbólgu, sem enn er að vaxa, er aðeins ein leið til skynsamlegrar afgreiðslu fjárlaganna. Það er sú leið að afgreiða þau frá þinginu með tekjuafgangi á sjóðsreikningi, byggt á raunhæfum og nákvæmum áætlunum á tekjum og gjöldum. Ég mundi segja, að þetta sé ekki aðeins eina skynsamlega leiðin, heldur einnig sú leið, sem Alþingi ber skylda til að fara, eins og nú er komið. Ef þingið uppfyllir þessa skyldu, þá er það jafnframt ótvírætt hlutverk og skylda hverrar ríkisstjórnar, sem fjárlögin á að framkvæma, að fylgja þeim nákvæmlega, út í yztu æsar, hindra allar greiðslur utan fjárlaga og halda með hörðum höndum niðri kostnaði við allan rekstur ríkisins. Engin stjórn kafnar í vinsældum, sem slíkt framkvæmir, en hún vinnur þjóðinni ómetanlegt gagn. Þetta er fyrsta skrefið til að lagfæra efnahagsástandið í landinu.

Kostnaðurinn við rekstur ríkisins er orðinn mikill. Öllum er ljóst, að áður en langt um líður verður nauðsynlegt að draga úr þessum kostnaði. Það hefur verið gagnrýnt réttilega, að starfsmannafjöldi ríkisins aukist ár frá ári, og hefur því verið haldið fram, að þetta stafi að verulegu leyti af því, að vinnutíminn sé of stuttur. Sýnilegt er, að ekki verður hjá því komizt að taka þetta ásamt öðru til athugunar í sambandi við lækkun á rekstrarkostnaði ríkisins. Hins vegar verður ekki fyrir það synjað, að starfsmannafjöldinn hefur einnig aukizt vegna síaukinna afskipta ríkisins um atvinnurekstur landsmanna. Ef hægt væri að losa þjóðina við eitthvað af þeirri íhlutun, þá mætti létta talsverðum þunga af ríkissjóði í sambandi við rekstrarkostnaðinn.

Frá mínu sjónarmiði er útlitið í dag í fjármálum og afkomu ríkisins í fáum orðum þetta: Vegna greiðsluhalla ríkisins undanfarin 3 ár hafa safnazt lausaskuldir, sem nú nema yfir 100 millj. kr. Þessar skuldir hvíla þungt á aðallánsstofnun landsins og gera erfiða eðlilega lánastarfsemi til atvinnuveganna. Frekari aukning lausaskulda vegna áframhaldandi hallarekstrar mundi setja fjármálakerfið í yfirvofandi hættu. Kvaðir á ríkissjóð vegna undanfarandi fjárfestingar í landinu, hallarekstrar atvinnuveganna og margs konar ríkisábyrgða fara hraðvaxandi. Vaxandi erfiðleikar eru um sölu á útflutningsvörum landsins og verðið er fallandi. En af gjaldeyriserfiðleikum vegna minnkandi útflutningsverðmætis hefur orðið samdráttur í öllum innflutningi, sem aftur hefur áhrif á atvinnurekstur í landinu og tekjur ríkissjóðs. Af þessum sökum eru þeir tekjustofnar í hættu, sem ríkissjóður byggir mest afkomu sína á. Við afgreiðslu fjárlaga næsta árs væri óvarlegt að taka ekki tillit til þessara staðreynda. Slíkt væri með öllu óverjandi, ef nokkurs á að meta hagsmuni og framtíðarheill þjóðarinnar.

Stefna ríkisstjórnarinnar í afgreiðslu fjárlaga og meðferð fjármála er í höfuðatriðum þessi:

1. Fjárlög séu afgreidd með tekjuafgangi á sjóðsreikningi, en tekjur og gjöld áætlað af raunsæi og varúð, svo að stöðva megi skuldasöfnun ríkisins.

2. Fjárfestingu ríkisins sé á þessu ári haldið innan þröngra takmarka og gjöld ríkisins séu miðuð við brýnustu nauðsyn.

3. Lagasetning, sem felur í sér útgjöld fyrir ríkissjóð, taki ekki gildi fyrr en gjöldin eru tekin í fjárlög.

4. Nýjar heimildir um ríkisábyrgðir eða gjöld úr ríkissjóði séu ekki gefnar svo neinu nemi, þangað til efnahagsástandið lagast.

5. Ríkissjóður sé leystur frá framkvæmdum, sem ekki snerta sjálfan ríkisreksturinn, eftir því sem frekast er kostur og svo fljótt sem verða má.

6. Leitazt sé við að greiða lausaskuldir ríkissjóðs hið allra fyrsta með sérstökum ráðstöfunum, en jafnframt sé gerð gangskör að því að koma lausaskuldum ríkis og ríkisstofnana í föst lán, eftir því sem með þarf.

Að þessu vill ríkisstjórnin vinna og heitir á alla góða menn að styðja hana til þess, að svo megi verða.