22.11.1949
Neðri deild: 3. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 977 í B-deild Alþingistíðinda. (1229)

11. mál, togarakaup ríkisins

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Herra forseti. Alþ. afgreiddi l. um togarakaup ríkisins á síðasta þingi. Það var alltaf ráð fyrir því gert, að það mundi þurfa að taka lán erlendis til þessara togarakaupa, bæði vegna þess að lántökumöguleikar innanlands voru nokkuð takmarkaðir og þó ekki síður af hinu, að ekki mundi verða nægilegur gjaldeyrisforði hér í landinu vegna sölu íslenzkra afurða, heldur yrði einnig að afla sérstaks gjaldeyris og dreifa greiðslunni á lengra tímabil til þessara togarakaupa. Hins vegar voru 1. afgr. á Alþ. þannig, að aðeins var veitt heimild til þess að taka lán til þessara kaupa erlendis. En eftir að ríkisstjórnin leitaði fyrir sér um lántöku í Englandi og fékk jákvæð svör, kom í ljós, að það þyrfti að breyta þessum viðkomandi l., til þess að hægt væri að taka slíkt lán í Englandi, sem í boði var til togarakaupanna. Þess vegna voru gefin út í sumar bráðabirgðalög, sem hér liggur fyrir frv. til staðfestingar á. Í 2. málsgr. 1. gr. frv. er tekið fram, að ríkisstj. sé heimilt að taka allt að 32.775.000 kr. — eða £ 1.250.000 — að láni til þessara togarakaupa. Þetta lán var svo tekið, eftir að þessi l. voru út gefin: En það þurfti að gera þessa breyt. á gildandi l., til þess að unnt væri að taka þetta lán. — Ég held, að þetta frv. þurfi ekki frekari skýringa við. Legg ég til, að því verði, að lokinni þessari umr., vísað til 2. umr. og hv. fjhn.