22.11.1949
Neðri deild: 3. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 978 í B-deild Alþingistíðinda. (1231)

11. mál, togarakaup ríkisins

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Það verður ekki enn þá vitað með vissu, hvað þessir nýju togarar verða dýrir. Það var með samningana á smíði þeirra eins og þeim 32 togurum, sem áður var samið um smiði á í Bretlandi, að það var haft sams konar skilorð af verktaka hálfu um breyt. á verði þeirra, ef breyt. yrði á kaupgjaldi og verðlagi í Englandi á meðan á smíðinni stæði. En þessi lánsfjárupphæð, sem tekin hefur verið að láni, nægir ekki til þess að greiða að fullu andvirði togaranna í Bretlandi, heldur má ætla, að þetta verði 75% af kostnaðarverði togaranna í Bretlandi. Um þetta Verður ekki sagt með vissu á þessu stigi málsins. En eins og að líkindum lætur er samningurinn um kaup á þessum togurum á þá lund, að öll greiðsla á þeim, sem greidd er til erlendra verktaka, er greidd í erlendum gjaldeyri eða pundum.