15.12.1949
Neðri deild: 13. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 979 í B-deild Alþingistíðinda. (1234)

11. mál, togarakaup ríkisins

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Frv. þetta er staðfesting á brbl. frá s.l. sumri. Sú meginbreyt., sem felst í þessu frv. og brbl. frá l. um togarakaup ríkisins frá s.l. vori, er sú, að það er hækkuð nokkuð heimildin til lántöku vegna togarakaupanna, sem stafar af því, að þegar gengið var nánar í þetta mál, kom í ljós, að togararnir voru dýrari en ráð var fyrir gert. Í l. frá því í vor var heimildin 30 millj. kr., en er nú hækkuð í 32.775.000 kr., og það var gert ráð fyrir því að fá að greiða skipin upp þegar þau hafa verið seld, en sú breyt. er á gerð hér, að lánið er tekið til þess tíma og með þeim kjörum, sem um semst. Önnur breyt. er ekki á þessu frá því sem var. — Fjhn. leggur til, að frv. verði samþ.