10.02.1950
Neðri deild: 44. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 996 í B-deild Alþingistíðinda. (1269)

11. mál, togarakaup ríkisins

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Ég get því miður ekki svarað á þessari stund þessari fyrirspurn frá hv. þm. Hafnf. Hins vegar er hægt að fá þessar upplýsingar fljótlega. Það mætti þá fresta umr. í dag, og gætu þessar upplýsingar þá legið fyrir á næsta fundi.

Út af því, sem hv. þm. talaði um greiðslu á þessum skipum, get ég ekki sagt annað en það, að mér finnst öll sanngirni mæla með því, að þessi hluti af andvirðinu verði reiknaður væntanlegum kaupendum með sömu upphæð og stj. greiddi, en ekki verði um hækkun að ræða.