21.02.1950
Neðri deild: 49. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 997 í B-deild Alþingistíðinda. (1276)

11. mál, togarakaup ríkisins

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Mér hefur skilizt á flm. þessarar till., að hann flytti hana til þess að bæjar- og sveitarfélög eignuðust eitthvað af þessum nýju togurum. Ég vil nú benda á, að eins og frv. er, þá er hægt fyrir hæstv. ríkisstj. að láta hvíla á skipunum allt enska lánið, en auk þess að lána allt að 10% af kaupverði skipanna. Mér skilst því, að í sumum tilfellum geti aðstoðin, ef þessi till. verður samþ., orðið minni en ella, og m.a. af þeim ástæðum segi ég nei.