15.05.1950
Efri deild: 107. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1020 í B-deild Alþingistíðinda. (1330)

15. mál, Sementsverksmiðja

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég hef nú haldið, að þetta mál ætti ekki að ná fram að ganga, því að því var útbýtt í nóvember. En nú hefur það skyndilega verið tekið fyrir og er komið hingað frá Nd. einn síðasta daginn, sem þing starfar.

Ég vildi nú spyrja hæstv. ráðh., hvor~t það bæri að skilja ummæli hans svo, að ekki yrði tekin ákvörðun um stað fyrir verksmiðjuna fyrr, en Alþingi hefði fengið að athuga það mál. Þegar það mál var rætt, mælti ég gegn því, að verksmiðjunni yrði valinn staður á Önundarfirði, og var mér ámælt fyrir að sækja það mál fast. Það hefur nú sýnt sig við rannsókn, að sá staður er óhæfur, en ég tel Akranes enn óhæfari stað og mun ekki geta fylgt þessu máli, nema yfirlýsing verði gefin um það, að staðurinn fyrir verksmiðjuna verði ekki ákveðinn, fyrr en Alþingi er búið að fjalla um málið. Ég ætla mér ekki að fara að halda uppi málþófi um þetta mál, og ef fyrrnefnd yfirlýsing verður gefin af hæstv. ráðh., mun ég ekki fara fram á, að málið fari nú til nefndar.