11.05.1950
Neðri deild: 99. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1031 í B-deild Alþingistíðinda. (1349)

163. mál, gengisskráning o.fl.

Stefán Jóh. Stefánsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins taka það fram, að mér er kunnugt um það, eins og hæstv. viðskmrh. minntist að vísu á, að stjórn A.S.Í. telur það nokkurs virði, að lögfest verði ákvæðin, sem um ræðir í 2. gr. þessa frv. um breytt skilyrði til launahækkana. En eins og hæstv. ráðh. skýrði frá, þá er þetta út af fyrir sig ekkert allsherjar samkomulag við stjórn A.S.Í. Þó er það víst, að stjórn A.S.Í. telur þetta spor í rétta átt, og þess vegna vil ég mæla með samþykkt frv.