11.05.1950
Neðri deild: 99. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1043 í B-deild Alþingistíðinda. (1385)

164. mál, lækkun tekjuskatts af lágtekjum

Stefán Jóh. Stefánsson:

Ég vil aðeins lýsa yfir, svipað og ég gerði út af frv. um breyt. á l. um gengisskráningu, að það er með þessu frv., sem nú hefur verið lagt fram og hæstv. forsrh. hefur mælt fyrir, gerð ofurlítil tilraun til þess að ganga svolítið á móts við óskir launþegasamtakanna. Ég hef ekki átt þess kost að gera athugun á því, hvað þetta mundi þýða mikinn persónufrádrátt fyrir láglaunafólk, en það voru aðalkröfur launamanna yfirleitt að hækka persónufrádráttinn frá því, sem nú er í gildandi l. Það kann vel að vera, eins og segir í grg., að úr því að þetta hefur dregizt svona lengi, sé ekki unnt vegna útreikninga úti um land að gera breyt. á persónufrádrættinum öðruvísi en það ylli talsverðu auknu starfi hjá skattanefndum. Ég vil því fyrir mitt leyti, þar sem þetta er lítið spor í áttina, verða við óskum alþýðusamtakanna og mæla með frv.