16.05.1950
Neðri deild: 107. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1086 í B-deild Alþingistíðinda. (1444)

165. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús o.fl.

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Ég hef borið fram brtt. við þetta frv., og er hún á þskj. 810. Þetta er nokkurs konar miðlunartill., og er breytingin fólgin í því, að skatturinn verði 32% til félagsheimilanna, 8% til kennslukvikmynda og bókasafna, en 60% til þjóðleikhússins. Auk þess gerir till. ráð fyrir, að við 3. gr. bætist ákvæði, sem felld voru úr við 2. umr., en þau eru nauðsynleg til samræmis. Ég vil taka fram, til að forðast misskilning, að ég mun ekki nota hækkunarheimildina á skemmtanaskattinum, ef ekkert framlag verður tryggt annars staðar frá, til greiðslu á þeim skuldum þjóðleikhússins, sem hér er um að ræða.