16.05.1950
Neðri deild: 107. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1090 í B-deild Alþingistíðinda. (1450)

165. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús o.fl.

Gísli Guðmundsson:

Í brtt. menntmrh. við frv. við þessa umr. er gert ráð fyrir að lækka þann hluta skattsins, sem rennur til lestrarfélaga, úr 10% í 8%, en af þessu fé renni 1/3 til lestrarfélaga, en 2/3 til kennslukvikmynda. Mér finnst satt að segja, þessi upphæð til lestrarfélaga ekki svo há, að hægt sé að lækka hana, þegar það þarf að skipta henni á milli mjög margra aðila. Hins vegar er það svo, að þessi styrkur hefur töluvert örvandi áhrif á lestrarfélögin. Þetta er einn þarfasti menningarfélagsskapurinn í strjálbýlinu. — Ég leyfi mér að flytja skrifl. brtt., sem miðar að því, að þessi litli hluti, sem rennur til lestrarfélaganna, verði ekki skertur. Það mundi þá einnig vera nær lagi að skipta þessum hluta skattsins að jöfnu á milli lestrarfélaganna og kennslukvikmynd. anna. Nú er til sæmilegt safn af kennslukvikmyndum, og kæmi það því ekki eins hart niður. Ég vænti þess, að hv. þingmenn fari ekki að lækka þessa upphæð.