17.05.1950
Efri deild: 114. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1096 í B-deild Alþingistíðinda. (1475)

165. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús o.fl.

Steingrímur Aðalsteinsson:

Ég vildi aðeins beina þeirri fyrirspurn til hæstv. forseta, hvort hann telji þessa brtt., 814,2, frambærilega. Ég fæ ekki betur séð, en að með henni sé verið að breyta þeim fjárl., sem þetta þing hefur nýlega afgr. Á fjárl. er gert ráð fyrir, að rekstrarafgangur viðtækjaverzlunarinnar sé færður þar til tekna á 2. gr. fjárl., eins og er um rekstrarafgang ríkisstofnana. Ef nú er tekin hér ákvörðun um það, að þetta skuli renna í þjóðleikhússjóð og ráðstafað á ákveðinn hátt öðruvísi, en í fjárl., þá skilst mér, að það breyti niðurstöðu fjárl. Ég lít hins vegar þannig á, að með einföldum l. sé ekki hægt að breyta fjárl., og óska eftir úrskurði hæstv. forseta um það, hvort þessi till. sé frambærileg.