17.05.1950
Neðri deild: 108. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1102 í B-deild Alþingistíðinda. (1487)

165. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús o.fl.

Viðskrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Ég skal ekki tefja umr. á því að skýra mikið frá þeim breytingum, sem gerðar voru á frv., en þær eru einkum fólgnar í því, að 32% af skemmtanaskattinum fara til byggingarsjóðs þjóðleikhússins, en 25% af skattinum í rekstrarsjóð. Enn fremur rennur hagnaður af viðtækjaverzlun ríkisins næstu 3 ár í byggingarsjóð, og vona ég, að hv. þm. taki þessu vel.