25.11.1949
Efri deild: 5. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1104 í B-deild Alþingistíðinda. (1496)

27. mál, bæjarstjórn í Húsavík

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Herra forseti. Ég mun ekki ræða frv. þetta neitt, en ég vil aðeins geta þess, að í samræmi við þál. hefur nú verið samið frv. um sveitarráðsmenn, þar sem gert er ráð fyrir, að sérstakur ráðsmaður sé á þeim stöðum, sem hafa yfir 500 íbúa. Verður þessu frv. væntanlega útbýtt hér um helgina. Kæmi þá til athugunar fyrir hv. flm. þessa frv., hvort þar væri um að ræða fullnægjandi ákvæði fyrir Húsavík. Geri ég þó raunar ráð fyrir, að hann muni líta svo á, að Húsavík ætti samt sem áður að fá kaupstaðarréttindi. En ég vildi sem sagt aðeins láta þessa getið, en ekki taka að svo komnu afstöðu með eða móti frv.