16.12.1949
Neðri deild: 15. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1108 í B-deild Alþingistíðinda. (1507)

27. mál, bæjarstjórn í Húsavík

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Af því að flm. frv. á eigi sæti í þessari hv. d., vildi ég leyfa mér að vekja athygli á því, að æskilegt væri, að þetta frv., sem vafalaust verður að l. á þessu þ., yrði afgr. sem allra fyrst og helzt næstu daga. Það er æskilegt vegna þess, að bæjarstjórnar- og hreppsnefndarkosningar fara fram í næsta mánuði. Væri því æskilegt, að kosningar í hinum væntanlega kaupstað gætu þá einnig farið fram skv. hinum nýju l. Vil ég því vænta þess, að n. sú, er málið fær til meðferðar og væntanlega verður allshn., taki það til athugunar og afgreiðslu.