17.12.1949
Neðri deild: 16. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1108 í B-deild Alþingistíðinda. (1510)

27. mál, bæjarstjórn í Húsavík

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Þetta frv. er að efni til í samræmi við önnur frv. um sama efni, sem flutt hafa verið hér á þinginu og hv. þm. er kunnugt um. Er yngsta frv., sem flutt hefur verið þess efnis, um bæjarstjórn í Keflavík, og annað nýlega um bæjarstjórn á Sauðárkróki. Þetta frv., sem hér um ræðir, víkur ekki að efni til neitt frá þessum frv., og leggur n. einróma til, að það verði samþ. — Ég vil taka fram, að flm. lagði áherzlu á að hraða þessu máli, og var því skotið á allsherjarnefndarfundi í gær með litlum fyrirvara og náðist því ekki til nema 3. nm. Síðan hefur annar þeirra, sem fjarverandi var, hv. þm. Siglf., tjáð mér, að hann væri samþykkur þessu, og tel ég víst, að svo sé einnig um fimmta nm.