19.12.1949
Efri deild: 18. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1117 í B-deild Alþingistíðinda. (1540)

41. mál, skipun læknishéraða

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Herra forseti. Út af ummælum hv. þm. Barð. um landlækni, tel ég það í fyllsta máta ósanngjarnt að ásaka hann fyrir það, að ekki fást læknar í fámenn héruð. Mér er kunnugt um það, að hann hefur manna mest varað við því að fjölga héruðunum, vegna þess, hve erfitt væri að fá lækna í fámenn héruð. Þetta er auðvitað slæmt, að fá ekki lækna þangað, en að saka landlækni um það er algerlega ósæmilegt.