23.12.1949
Efri deild: 18. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1119 í B-deild Alþingistíðinda. (1556)

67. mál, skemmtanaskattur

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Hér er um að ræða endurnýjun á eldri lögum, og er óhætt að segja, að þeir sjóðir, er þetta fé hefur runnið til, eru þannig stæðir, að ekki mun af veita, að þeir fái það áfram. (PZ: Þarf þá ekki að hækka þetta?) Fyrst er að leggja til, að komið verði í veg fyrir lækkun, en úr því að undirtektir eru svo greiðar, ætti því að vera borgið. Það er sjaldan, að menn eru hvattir til þess með framíköllunum að hækka skatta.