19.12.1949
Efri deild: 19. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1119 í B-deild Alþingistíðinda. (1562)

67. mál, skemmtanaskattur

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Eins og áður er getið, er dálítið önnur afgreiðsla á þessu nál. en venja er, vegna þess, hve tíminn hefur verið naumur, en n. hefur samþ. nál. og gaf mér umboð til að afhenda forseta það, og hef ég gert það og hæstv. forseti lesið það upp. Annars er óþarfi að orðlengja um frv. Þetta er Nd.-frv. og samþ. þar og er ekki annað en framlenging á l., er gilda á yfirstandandi ári. Ekki er ástæða til að fella l. niður, heldur framlengja gildi þeirra til næsta árs. N. er sammála um að leggja til, að frv. verði samþ., en einn nm. var ekki við.