31.03.1950
Neðri deild: 80. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1574 í B-deild Alþingistíðinda. (160)

Þinghlé

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka forseta góðar óskir, og ég veit, að ég mæli fyrir hönd allra þingdeildarmanna, þegar ég óska honum hér með gleðilegrar páskahátíðar og góðrar ferðar, ef hann skyldi fara úr bænum yfir hátíðina, og vil vænta þess, að við hittumst heilir að hátíð lokinni. Ég vil biðja hv. þdm. að rísa úr sætum sínum til að taka undir þessar óskir mínar til forseta. [Þdm. risu úr sætum.]