20.12.1949
Neðri deild: 20. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1130 í B-deild Alþingistíðinda. (1615)

77. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég hef flutt brtt. á þskj. 148 um það, að í staðinn fyrir „1. apríl“, sem stendur í frv., komi: 1. febrúar. — Nú kann það að vísu vel að vera, að ekki auðnist að ljúka afgreiðslu fjárl. fyrir 1. febr. og yrði því að veita frekari frest. En ég tel það fullkomið hneyksli, að ár eftir ár skuli vera gefnar slíkar heimildir sem þessar, eða m.ö.o., að Alþ. skuli ekki ganga frá afgreiðslu fjárlaga fyrir þann tíma, er þau eiga að taka gildi. Og ég vil einmitt með því, að veittur sé sem skemmstur frestur í einu um svona greiðslur, undirstrika það, að það eigi ekki að láta þetta svona til ganga framvegis og ekki eigi að láta þetta ástand vara langt fram eftir árinu.